Skák


Skák - 06.03.2012, Blaðsíða 18

Skák - 06.03.2012, Blaðsíða 18
40.. .Bxb2 4l.Rg5+ Kh6 42.Dxb2 Dg7 43. Dcl. 40.. .Bxg5 4l.hxg5 Svarta kóngsstaðan er mjög veik, því að hvítur mun fyrr eða síðar stilla biskupnum og drottningunni upp á löngu skálínunni. Þetta og frípeðið á d-línunni gerir það að verkum að hvítur stendur til vinnings. 41.. .f4 42.gxf4 Rd4 43.Dc3 Rb5 44. Db3 Rd4 45.Dc3 Rb5 Hér hefði verið hægt að leika Db3 og þá hefði skákin endað með jafntefli, sem dugði til þess að verða Islandsmeistari. Slíkt væri þó gegn gangi skákarinnar. 46.De3! Dg4 47.Bb2 Ddl+ 48.Kg2 Dg4+ 49.Dg3 De6 50.Dh3 Svartur gafst upp. 1-0 Skýringar eftir Héðin Steingrímsson. Þetta var annað skiptið sern teflt var í landsliðsflokki á Austurlandi og annar sigur Héðins sem kann greinifega vel við sig fyrir austan. Hann hlaut 7,5 vinn- inga. Verðskuldaóur sigur hjá Héðni sem tefldi best allra á mótinu, var taplaus og leiddi mótið aflt frá byrjun. Með sigrinum tryggir Héóinn sér þátt- tökurétt í landsliði íslands sem íslands- meistari og þátttökurétt á EM ein- staklinga árið 2012. Bragi varð annar með 6,5 vinninga. Bragi tefldi mjög vel og átti eitt sitt besta mót. Henrik varð þriðji með 6 vinninga. Henrik átti ágætis mót, en vantaði samt þann herslumun sem þurfti til að vinna. Félagarnir Stefán og Þröstur enduðu jafnir í 4.-5. sæti með 5,5 vinninga. Hvorugur blancfaði sér í toppbaráttuna, en þeir geta vel við unað og með aðeins meiri hörku hefðu þeir getað blandað sér í toppbaráttuna. Aðrir keppendur náðu sér ekki á flug, en það kemur mót eftir þetta. Skáksamband Austurlands sá um mótið og fær sérstakar þakkir fyrir frábæra frammistöðu. Þeir Magnús Ingólfsson, Magnús Valgeirsson, Jón Björnsson, Kúnar Hilmarsson og Guðmundur Ingvi Jóhannsson voru sérstaklega hjálpfúsir vió skákgestina á allan hátt. Hvort sem var um að ræða akstur, aðstoð við net- tengingar, matargerð eða aðrar redclingar. Avallt voru þeir boðnir og búnir. Að öórum óföstuðum má þó sérstaklega þakka Guðmundi Ingva fyrir alla hans aðstoð og þolinmæði sem hann auðsýndi gestunum. Aðstæður á Eiðum voru góðar. Húsakynni þar bera með sér sjarrna liðins tíma. Andi horfins skólahalds og heimavistar sveif yfir vötnunum. Samt er ekki lengra síðan en svo að manni fannst eins og skólafólkið væri í stuttu leyfi og kæmi von bráðar aftur - íúllt eftirvæntingar. Teflt var í hátíóarsal skólans. Þar reyndist marra í gólfum en austanmenn dóu ekki ráðalausir og björguðu með því aó flytja tepparenning ofan af 2. hæð. Vel rúmt var í skáksalnum - hátt til lofts og nægilega vítt til veggja til að gera hátíðarsalinn að fyrirmyndar skáksal. Umhverfi við Eiðar er einstaklega fagurt. Viður Fljótsdalurinn blasir við með Húsatjörn næst skólanum, Eiðavatn og fjærst Lagarfljótið sjálft sem streymir látlaust út Héraðsflóann. Þá heilsuðu Dyrfjöll skákmönnum með festu og reisn eins og þau hafa gert öllum gestum fjórðungsins frá því land byggðist. Flestir keppendur nýttu sér náttúrufegurðina og fóru í gönguferðir um svæðið. Eftir lokaumferðina bauð bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs upp á bröns á Hótel Héraði. Þar voru verðlaun veitt og viðurkenningar. Björn Ingimarsson bæjar- stjóri gaf við það tækifæri öllum kepp- endum bók um Eiðar og verður vafalítið að ósk sinni um að sjá gestina aftur sem fyrst fyrir austan. Vel heppnuðu móti á fornfrægum staó var lokið og skákgestir hurfu sáttir á vit nýrra ævintýra. Lokastaðan: Stig 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Vinningar 1. SM Héðinn Steingrímsson 2554 y2 1 /2 y2 1 1 1 1 1 7,5 2. AM Bragi Þorfinnsson 2417 /2 y2 1 y2 1 y2 1 y2 1 6,5 3. SM Henrik Danielsen 2533 0 y2 /2 1 1/2 y2 1 1 1 6,0 4. AM Stefán Kristjánsson 2483 /2 0 y2 y2 y2 1 1 /2 1 5,5 5. SM Þröstur Þórhallsson 2387 y2 'á 0 y2 y2 1 y2 1 1 5,5 6. FM Róbert Lagerman 2320 0 0 y2 /2 y2 y2 y2 1 y2 4,0 7. Guðmundur Gíslason 2291 0 y2 /2 0 0 /2 y2 1 0 3,0 8. FM Ingvar Þór Jóhannesson 2338 0 0 0 0 /2 y2 /2 /2 1 3,0 9. AM Guðmundur Kjartansson 2327 0 y2 0 /2 0 0 0 y2 1 2,5 10. Jón Árni Halldórsson 2195 0 0 0 0 0 y2 1 0 0 1,5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Skák

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skák
https://timarit.is/publication/2036

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.