Skák - 06.03.2012, Blaðsíða 61
Hxd5 45.Hc7 Hd4 46.Hxa7 Hxb4
47.Kg2
Jafntefli. Það var svekkjandi að vinna ekki
þessa skák en baráttan var engu að síður
skemmtileg og rnargar athyglisverðar
miðtaflsstöður komu upp.
Hvítt: Björn Þorfinnsson (2402)
Svart: Zvonko Stanojoski (2470)
18. Evrópukeppni landsliða í Porto
Carras á Grikklandi
Undirritaður kom inn í liðið með litlum
fyrirvara. Á sunnudegi fékk ég hringingu
frá Helga Olafssyni og á þriðjudags-
morgni var förinni heitið til Grikklands.
Ég var hins vegar í góðri æfingu og
hafði sinnt skákrannsóknum ágætlega
og íyrirvarinn skýrir því ekki slakan
árangur minn. Eftir baráttujafntefli
gegn sterkum andstæðingum í fyrstu
tveimur umferðunum tapaði ég fyrir mun
stigalægri andstæðingi, Hubert Mussong
frá kúxemborg, í 3. umferð. Sennilega
hafði það einhver áhrif að kvöldið fyrir
skákina var mér tjáð af öðrum liðs-
mönnum Lúxemborgar að Hubert væri
kallaóur „The Losing Machine11 enda væri
árangur hans með landsliðinu í einu
orði sagt slakur. Ég tefldi skákina hins
vegar verr en nokkur tapvél og varð að
gefast upp áður en 30 leikjum var náð.
Eftir það var erfitt að snúa mótinu mér
í hag, persónulega. Hins vegar snýst
landsliðsferð í skák um margt annað
en taflmennskuna. Það þarf aó hlúa að
liðsandanum og aðstoða félaga í nauð og
þar lagði ég mig allan fram og skilaði von-
andi einhverju til liðsins þegar upp var
staðið. Helgi Ólafsson stóð sig fantavel í
hlutverki liðstjóra auk þess sem tafl-
mennska hans var frábær og lærdómsrík
fyrir okkur hina. Hápunkturinn var sigur-
skákin gegn Gagunashvili þar sem Helgi
var með mun betra tafl en náði að knýja
fram sigur með því að gera ekki neitt
nema að manúvera fram og tilbaka í 20
leiki (!!) en leiddist svo þófið og fórnaói
skiptamun og landaði vinningnum örugg-
lega. Sjálfur reyni ég alltaf að þvinga fram
úrslit en hef ekki tileinkað mér þá list
sem Helgi sýndi svo fagmannlega gegn
Georgíumanninum. Það er draumur
minn að vinna fljótlega skák með því
aó gera ekki neitt! Að endingu var vera
Gunnars Björnssonar á mótsstað afar
mikilvæg enda afar skemmtilegur ferða-
félagi þar á ferð auk þess sem hann var
ætíð lióinu innan handar.
En þá að sjálfri skákinni. Ég og
stórmeistarinn Zvonko Stanojoski
eigum okkur smá forsögu. Fyrir utan
að hafa deilt afar morknum lestarvagni
til Hastings fyrir rúmlega áratug (sem
Zvonko man ekkert eftir) þá mætt-
umst við á EM landsliða í Novi Sad árið
2009. Þar hafði ég sigur nteð hvítu í
Benkö-afbrigóinu en þann gambít teflir
Makedóninn „alltaf“ gegn d4. Það var því
alveg ljóst að Stanojoski ætlaói að hefna
sín í þessari skák.
I.d4 d5 Strax óvæntur leikur - enginn
Benkö-gambítur í þetta skiptið.
2x4 e6 3.g3 c6 4.Bg2 Rf6 5.Rf3 Rbd7
6.0-0 Be7 7.b3 b6 8.Bb2 Ba6 Eftir
nokkuð eðlilega leiki í Catalan-byrjuninni
er Stanojoski farinn að feta af troðnum
slóðum. Sennilega af því að hann þekkti
byrjunina ilia.
18.Dd2 Bb7 19-Hdl Be4 Núna rann
upp fyrir mér hvað var að fara að gerast
en ég á ekkert betra. 20.Hd6 Bd5 21.Df4
21.. .e5! 22.Rxe5 Dxd6 23.cxd5 Einnig
kom til greina að drepa meó biskupi á
d5.
23.. .Rd7?! 23...Hfe8 var betra en eftir
24.Rc4 Dxf4 25.gxf4 er hvítur svo
sannarlega með bætur.
9-Rbd2 Áætlun hvíts er einföld - fram-
rásin e4.
9...HC8 lO.Hel c5 11x4!
11.. .dxe4 Ekki gekk að leika ll...dxc4!
út af hinu sterka svari 12x15 og svartur er
kominn í vandræði.
12.Rxe4 Rxe4 13.Hxe4 0-0 I4.dxc5
bxc5 l4...Bxc5 hefði verió svarað með
hinum smekklega leik 15.b4 og hvítur er
með mun betra tafl.
15.He3 Hugmyndin er að þrefalda á
d-línunni en í kjölfarið held ég mig of fast
við þá áætlun, sem byggist á því að ég sá
ekki 21. leiksvarts.
15.. .Bf6 l6.Bxf6 Rxf6 17.Hd3 Dc7
24.Rxd7 í nokkrar sekúndur datt mér
í hug að leika 24.Rc6?? sem hefði verið
frekar vandræðalegt eftir 24...Hxc6!
24.. .Dxd7 25.d6 Hcd8 26.Dg5?! 26.Dc4
hefði verið nákvæmara og þá hefðu
vinningsmöguleikarnir verið hjá hvítum.
26.. T5 27.Dcl Hf6 28.Dc4+ Kh8
29.Dxc5 Hxd6 30.Hxd6 Dxd6 31.Dxa7
Ddl+ 32.Bfl
Nú er staðan í dýnamísku jafnvægi.
Svartur getur nánast aldrei sett verulega
pressu á biskupinn þ\ í þá þráskákar
hvítur í flestum tilvikum.
32..T4 33.Dc7 f3 34.Dc3 h5 35.a4 He8
36.Dc5 g6 37.a5 Hel 38.DÍ8+ Kh7
39-DÍ7+ V2-V2
61