Kjarnar - 01.10.1953, Page 11

Kjarnar - 01.10.1953, Page 11
hér lá hún og var ennþá lifandi, þótt hún gæti ekki áttað sig á því, hvar hún væri stödd. — Með erfiðismunum gat hún hreyft vinstri höndina. Hún lá á einhverju, er líktist þétt stoppuðum legubekk, og hönd hennar kom við eitthvað, sem marraði ónotalega í. Kaldur hrollur fór um hana alla. Þetta þrengdi að henni á allar hliðar! — Allt í einu létti henni. Það var alls ekki víst að eitur hafi verið í víninu, er fjárhalds- maður hennar fékk henni. Hún hafði fallið í ómegin af að heyra um dauða elskhuga síns, og nú lá hún eflaust í legubekknum sínum. Það hlaut að vera dimmt að nóttu, því engin ljósglæta komst til hennar. — Við þessa hugsun var sem grátkökkur kæmi upp í háls hennar og ótt- inn hvarf eins og dögg fyrir sól. Lág stuna barst frá saman- herptu kokinu, er hún lyfti höndinni með erfiðismunum til þess að fullvissa sig um þetta. ■—• Hrjúft og þéttstoppað . . . . Skyndilega vaknaði grunur í huga hennar. Grunur, sem allt í einu varð að hryllilegum sann- leika, sem fékk blóðið næstum til þess að frjósa í æðum henn- ar . . . . Hrjúft og hart viðkomu eins og þéttstoppað léreft . . . . og þrengdi að öllum hliðum . . ! Ef nokkuð hljóð hefði getað borist lengur frá samanherptu kokinu, hefði nístandi, dauðans angistarvein rofið þá helþögn, sem ríkti í . . . LÍKKISTUNNI! Orustuflugmaður. Joy þurkaði svitann af enni sér og leit yfir mælaborð flug- vélarinnar. Gat verið að hann væri kominn svo hátt að það gætti súrefnaskorts í loftin? Höfuð hans var blýþu'ngt og ákafan svefn sótti á hann. — Nei, hæðarmælirinn sýndi eðli- lega hæð, svo að ekki var á- stæðan sú. Honum fannst hit- inn í flugvélinni óþolandi, þó sjmdi hitamælirinn aðeins eðli- legt hitastig! — Hann reyndi að hrista af sér svefndrungann og þokumóðuna, sem sveif fyrir augum hans. Gat það verið að hann væri að veikjast, eða var þetta aðeins eðlileg þreyta eftir harða og taugaæsandi loftor- ustu? Bardaginn í dag hafði verið óvenju harður. Þýzku fylgdarflugvélarnar voru af nýrri gerð, og mjög fullkomnar. Fjandi skæð vopn, sem vert var að gæta sín fyrir! Joy var á heimleið úr árásar- ferð gegn þýzkum sprengju- flugvélum. Seinustu ferð sinni áður en hann fengi orlof til þess að giftast Jocý, unnustu sinni. Hann hlaut að vera alvarlega KJARNAR — Nr. 30 9

x

Kjarnar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kjarnar
https://timarit.is/publication/2065

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.