Kjarnar - 01.10.1953, Síða 17

Kjarnar - 01.10.1953, Síða 17
SKRÍTLUR í Chicago var bílstjóri fyrir skömmu sektaður fyrir of hraðan akstur. — Fimmtán mínútum síðar var hann aftur settur á svarta listann fyrir sömu yfirsjónina. Nokkrum minútum síðar var bílstjórinn enn tekinn til bæna. í það skipti hafði hann ekið of hægt, þ. e. um tólf kílómetra á klukku- stund. Þótti hann tefja umferðina á götunum með svo hægum akstri. Og var í þriðja sinn akærður fyrir lög- brot víðvíkjandi bifreiðaakstri. Mátti segja, að manni þessum gengi illa, að gera yfirvöldunum til hæfis. ★ í Bloemfonteins dýragarðinum í Suður-Afríku gerðist þetta nýlega: Stórt ljón neitaði að fara inn í nýtt ljónabúr, og viðhafði langvinnan þráa. En skyndilega flýtti ljónið sér inn í búrið og rak upp hátt öskur. Ljónagæzlumaðurinn hafði bitið ljón- ið all heiftarlega í rófuna! tAt í miðdegisverðarboði sat mjög feiminn maður við hlið fyúsmóður- innar. Hann hafði lengi verið að hugsa um, hvað hann ætti að segja við frúna. Hún sneri sér að feimna manninum og mælti: „Þér hafið litla matarlyst." ífr Þá kom tækifærið til þess að segja eitthvað við frúna. Maðurinn svar- aði: „Að sitja við hlið yðar, frú, mundi gera hvaða mann. sem vera skyldi. lystarlarisan!" ★ Tilkynning: „Eggjaframleiðsluráðuneytið leyfir sér hér með, að áminna bændur um að skreyta vel hænsnahús sín, með myndum af stórum, litfríðum hön- um. Því fleiri, þess betra. Umboðs- maður ráðuneytisins álítur það eng- um vafa undirorpið, að þvílíkar mynd- ir auki varpið vegna æsandi áhrifa hænanna af hanamyndunum." ★ í Chicago fór maður í mál við unn- ustu, sem hafði svikið hann. Krafðist maðurinn 2500 dollara, er hann kvað bæði endurgreiðslu á því fé, er hann hafði eytt hennar vegna á þeim tíma er þau voru trúlofuð svo og þeirri staðreynd, að hann hefði, hennar vegna, ekki litast um eftir öðru konu- efni á meðan þau voru heitbundin. lengi beðið þín! Við héldum að þú værir dáinn, af því að við fréttum ekkert af þér“. Jafnvel kaldrifjuðustu ævin- týramennirnir í klúbbnum þurftu annaðhvort að snýta sér eða þurrka um augun, er hjón- in féllust í faðma, með gleðitár í, augunum! Þannig höguðu heilladísirnar því. Ef hjólið hefði ekki sprung- ið einmitt fyrir framan Dul- sagna-klúbbinn, væri Joy, vin- ur minn, nú á leið til útlanda, í stað þess að hvíla í faðmi simr ar heittelskuðu eiginkonu, eftir margra ára aðskilnað. Þannig tengdu heilladísirnar saman á heillavænlegan hátt hina flóknu forlagavefi örlaganornanna! KJARNAK — Nr. 30 15

x

Kjarnar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarnar
https://timarit.is/publication/2065

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.