Leikskrár Þjóðleikhússins - 10.02.1984, Síða 22

Leikskrár Þjóðleikhússins - 10.02.1984, Síða 22
HANNS EISLER er eitt þriggja tónskálda sem Brecht starfaði mest með, hin eru Kurt Weill og Paul Dessau. Eisler fæddist í Leipzig árið 1898 (jafnaldri Brechts) og var faðir hans austurrískur heimspekingur, en móðirin þýsk verka- mannsdóttir. Eisler var nemandi hjá Arnold Schönberg og Anton Webern og samdi ungur tónverk í svonefndum tóiftónaskala, m. a. Kammersinfóníu (árið 1935), en sneri síðan baki við þeirri tegund tónlistar, kennurum sínum til mikillar mæðu. Árið 1937 flýði hann frá Þýskalandi og settist að í Bandaríkjunum og starfaði þar m. a. mikið með Brecht í Hollywood. Hann samdi tónlist við nokkur leikrita Brechts, Úrræðið, Móðurina, Galíleó og fleiri, en að auki liggja eftir hann margvíslegar tónsmíðar, aðallega sönglög og sinfóníur. Meðal laga eftir hann er þjóðsöngur Austur-Þýskalands. Árið 1948 sneri Eisler aftur til Evrópu og settist að í Austur-Þýskalandi. Eisler lést árið 1963.

x

Leikskrár Þjóðleikhússins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Leikskrár Þjóðleikhússins
https://timarit.is/publication/2016

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.