Leikskrár Þjóðleikhússins - 10.02.1984, Qupperneq 35
Lorca og Markús Anton í Júlíusi Sesar, eftir Shakespeare. Meðal hlutverka hans hjá L. R. eru Frans
í Föngununum [ Altona, eftir Sartre, Jerrf í Sögu úr dýragarðinum, eftir Albee, Astrov í Vanja frændi,
eftir Tsjekhov, Merkútíó í Rómeó og Júlíu, Kári i Fjalla-Eyvindi, Einstein í Eðlisfræðingum Durrenmatts,
Lövborg í Heddu Gabler, eftir ibsen, titilhlutverkið í Volpone, eftir Ben Jonson, titilhlutverkið í Þið munið
hann Jörund, eftir Jónas Áranson og heimilísfaðirinn i Fjölskyldunni. Þá var Helgi afkastamikill leikstjóri
hjá L. R. og setti m. a. upp Pókók, eftir Jökul Jakobsson, Kviksand, Sú gamla kemur í heimsókn, eftir
Durrenmatt, Hús Bernörðu Alba, eftir Lorca, Dúfnaveisluna, eftir Halldór Laxness, Sumarið ’37, eftir
Jökul, Koppalogn, eftir Jónas Árnason. Helgi var í stjórn leikfélagsins í fimm ár og formaður þess
i þrjú ár. Hann sneri aftur til Þjóðleikhússins 1976 og hefur síðan leikið hér m. a. Jón bónda i Gullna
hliðinu, Hamm í Endatafli Becketts, Harald í Stundarfriði, Súslof í Sumargestum, Eldjárn i Smalastúlk-
unni og útlögunum, Hörð i Dansi á rósum. Meðal sviðsetninga Helga hér í Þjóðleikhúsinu má nefna
Nótt ástmeyjanna, Ödípús konung, Son skóarans og dóttur bakarans og Amadeus.
FLOSI ÓLAFSSON var nemandi í Leiklistarskóla Þjóðleikhússins og lauk þar prófi 1958, en dvaldist
síðar í London við nám í útvarps- og sjónvarpsleikstjórn hjá B.B.C. Auk þess að leika hefur Flosi
mikið fengist við leikstjórn í útvarpi og sjónvarpi (hver man ekki öll áramótaskaupin hans) og hér leik-
stýrði hann Hrólfí, eftir Sigurð Pétursson og eigin gamanóperu, Ringulreið, á Litla sviðinu og siðar
í sjónvarpi. Hann hefur sent frá sér fjórar bækur, samið leikrit og þýtt fjölmörg leikrit, bæði fyrir útvarpið
og Þjóðleikhúsið. Fyrir Nemendaleikhús L. i. samdi hann og leikstýrði verki sem byggt var á ævintýri
eftir H. C. Andersen og heitir Slúðrið. Leikhlutverk Flosa hér í Þjóðleikhúsinu eru orðin hátt í hundrað
og eru þar á meðal Tóbías í Þrettándakvöldi eftir Shakespeare og Kent i Lé konungi, sömuleiðis eftir
Shakespeare, Herra Bumble i Oliver Twist, Pérrót i Ó, Þetta er indælt stríð, Baldi í Týndu teskeiðinni,
eftir Kjartan Ragnarsson, Richard Goldmaker í Dags hríðar spor, eftir Valgarð Egilsson, Feofan/Fritz
í söngleiknum Gusti og Logi leikhússtjóri í barnaleikritinu Gosa. Flosi hefur að auki leikið hjá Leikfélagi
Reykjavíkur í Beðið eftir Godot, eftir Beckett.
BALDVIN HALLDÓRSSON er í hópi þeirra leikara sem starfað hafa við Þjóðleikhúsið frá opnuninni
árið 1950 og hefur leikið hér hátt á annað hundrað hlutverk. Hann hóf leiklistarnám hjá Lárusi Pálssyni
og stundaði það um þriggja ára skeið jafnframt því að leika með Leikfélagi Reykjavíkur, en fyrsta hlut-
verkið hans þar var Gratsíanó í Kaupmanni í Feneyjum, eftir Shakespeare. Árið 1946-49 stundaði
Baldvin nám í Konunglega leiklistarskólanum í London (RADA). Hann lék hlutverk Jóns í Nýársnóttinni,
vígslusýningu Þjóðleikhússins. Hér verða aðeins nefnd örfá leikhlutverk hans í Þjóðleikhúsinu: Leander
í Æðikollinum, eftir Holberg, Beckmann í Lokuðum dyrum, eftir Borchert, Hassan i gömlu uppfærslunni
á Tyrkja-Guddu, Robert í Stefnumótið í Senlis, eftir Anouilh, Diafoirus yngri í gömlu uppfærslunni á
ímyndunarveikinni, eftir Moliére, og Diafoirus eldri i siðustu uppfærslunni, Mr. Mulleady í Gisl, Melvil
í Maríu Stúart, eftir Schiller, Mörður Valgarðsson í samnefndu leikriti Jóhanns Sigurjónssonar, Krog-
stad í Brúðuheimilinu, eftir Ibsen, Kostiljov í Náttbólinu, eftir Gorkí, Erik Svegás i Sjö stelpum, eftir
Thorstensson, Schultz i söngleiknum Kabarett, Fagin í Oliver Twist, Hjörtur í Veghúsum og Séra
Brandur í Húsi skáldsins, eftir Laxness. - Að auki er Baldvin margreyndur leikstjóri og hefur sett upp
hátt á þriðja tug sýninga fyrir Þjóðleikhúsið, en þar á meðal eru Hver er hræddur við Virginíu Woolf?
Horfðu reiður um öxl, Dagbók Önnu Frank, Engill horfðu heim, í Skálholti, Prjónastofan Sólin, íslands-
klukkan (1968), Sjálfstætt fólk (í eigin leikgerð), Allt í garðinum, Þjóðníðingur, Máttarstólpar þjóðfélags-
ins, Siðasta segulband Krapps, en allt eru þetta frumuppfærslur eða þá frumsýningar hér á landi. Hjá
L. R. leikstýrði hann Beðið eftir Godot 1960, en hefur að auki margoft leikstýrt fyrir útvarp og sjónvarp.
GÍSLI RÚNAR JÓNSSON stundaði leiklistarnám hjá Ævari Kvaran og í Leiklistarskóla leikhúsanna
(Þjóðleikhússins og L. R.) og síðar var hann við framhaldsnám í The Drama Studio í London. Hann
hefur starfað sem leikari frá 1972 við útvarp, sjónvarp, Alþýðuleikhúsið, Leikfélag Akureyrar og Reykj-
avíkur og Þjóðleikhúsið. Hann hefur samið og leikstýrt fjölda skemmtiþátta fyrir útvarp og sjónvarp
og sömuleiðis kabarettdagskrár fyrir veitingahús, þar á meðal Leikhúskjallarann. Þá hefur hann samið
og leikstýrt skemmtiefni á fjölmörgum hljómplötum. Hjá Leikfélagi Reykjavikur lék hann Jón vert á
Fróni t revíunni Skornum skömmtum og Angantý Bogesen i Sölku Völku. Hér í Þjóðleikhúsinu tók
hann við hlutverki Loga leikhússtjóra í barnaleikritinu um Gosa. Hjá Alþýðuleikhúsinu lék hann Má
forstjóra í Blómarósum Ólafs Hauks Símonarsonar, Kerfiskarlana átta í Heimilisdraugum eftir Böðvar
Guðmundsson og ein fjögur hlutverk í Við borgum ekki - við borgum ekki, eftir Dario Fo. Hann hefur
verið tíður gestur í áramótaskaupum sjónvarpsins, bæði sem leikari, leikstjóri og höfundur, en auk
þess fór hann með hlutverk Þórðar í framhaldsþáttunum um Félagsheimilið.