Leikskrár Þjóðleikhússins - 10.02.1984, Blaðsíða 41

Leikskrár Þjóðleikhússins - 10.02.1984, Blaðsíða 41
RÚRIK HARALDSSON hóf sinn leikferil hjá Leikfélagi Reykjavíkur og kom fyrst fram í hlutverki Vil- hjálms í Vermlendingum (Moberg), árið 1946 og vorið 1947 lék hann þar George Gibbs í Bænum okkar (Wilder) og Álfakónginn í Álfhól (Heiberg). 1947-50 stundaði hann nám í Central-leiklistarskól- anum f London. Fyrsta hlutverkið hans í Þjóðleikhúsinu var Dunois í Heilagri Jóhönnu (Shaw), árið 1951, en síðan þá hefur hann leikið hér yfir 120 hlutverk, gamanleik og harmleik jöfnum höndum. Meðal fyrstu hlutverka hans hér eru Mat Burke í Önnu Christie (O'Neill) og Orlandó í Sem yður þókn- ast (Shakespeare), en síðan rekur hvert hlutverkið annað. Hann fór á kostum sem Ed Devery í gam- anleiknum Fædd í gær, og sömuleiðis í leikritum Millers: Jón Proctor I I deiglunni, Quentin í Eftir syndafallið og Viktor i Gjaldinu. Meðal annarra hlutverka hér fyrstu árin eru Markús Brútus í Júlíusi Sesar, Henry Higgins I My Fair Lady, Billy Jack I Táningaást, Gustav I Kröfuhöfum (Strindberg), Sine Manibus í Prjónastofan Sólin, Tariveau í (tölskum stráhatti (Labiche), Malvólió I Þrettándakvöldi, Arnas Arnæus I (slandsklukkunni og titilhlutverkið í Sólness byggingameistara (Ibsen). Frá síðustu árum eru og fjölmörg hlutverk og skal aðeins getið um örfá: Jón hreppsstjóri I Sjálfstæðu fólki, Satín I Náttbólinu (Gorkí), Lér konungur, Þórður I Stalín er ekki hér, eftir Véstein Lúðviksson, Albjartur í Syni skóarans og dóttur bakarans, eftir Jökul Jakobsson, Töfrakóngurinn í Sögum úr Vínarskógi (Horváth), James Tyrone i Dagleiðinni löngu (O’Neill) og nú síðast Selsdon i Skvaldri. S'SÍ Frumuppfærslan á SVEYK í SÍÐARI HEIMSSTYRJÖLDINNI í Varsjá 18. janúar 1957.

x

Leikskrár Þjóðleikhússins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Leikskrár Þjóðleikhússins
https://timarit.is/publication/2016

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.