Leikskrár Þjóðleikhússins - 10.02.1984, Blaðsíða 46
AUSTURVIGSTOÐVARNAR
Orustan við Stalíngrad
22. júní 1941 hófu Þjóðverjar leifturstríð gegn Rússum og varð vel ágengt
framan af, enda var það einhver mesta herför mannkynssögunnar. Þar fór
þriggja milljóna her með 3400 skriðdreka og 3000 flugvélar og sótt var fram
á 2000 km. langri víglínu frá Eystrasalti til Svartahafs. Þessi mikla innrás kom
ráðstjórninni í opna skjöldu, þó hún hafi fengið margar aðvaranir. Leiftursóknin
varð til þess að mikill herafli Rússa varð eftir að baki þýsku línunni (alls um
þrjár milljónir manna). Röskum mánuði eftir að innrásin hófst var þýski herinn
kominn mörg hundruð km inn í landið og þurfti þá að gera hlé til að undirbúa
lokaátökin. En þá hófst mótspyrna Rússa og Þjóðverjum tókst ekki að vinna
borgir eins og Leníngrad, þó Kiev og Odessa féllu sunnar í landinu eftir öfluga
mótspyrnu, sem seinkaði öllum áformum Þjóðverja. Sumarið eftir hófust Þjóð-
verjar enn handa að reyna að knýja fram sigur á Rússum og þeir sóttu fram
til olíusvæðanna í Kákasus, en Hitler krafðist þess einnig að sótt væri austur
til borgarinnar Stalíngrad við ána Volgu. Þar tóku Rússar hraustlega á móti og
Þjóðverjum tókst aldrei að ná borginni fullkomlega. Samtímis undirbjuggu Rúss-
ar mikla gagnsókn. Orustan um Stalíngrad varð einhver sú mesta í allri styrjöld-
inni. Um hana segir svo í Mannkynssögu Einars Más Jónssonar, Lofts Gutt-
ormssonar og Skúla Þórðarsonar:
,,Sú orusta var ekki háð um þá borg eina heldur var hér um að ræða úrslita-
átök meginhers Þjóðverja og bandamanna þeirra við Rauða herinn. Þessi viður-
eign hófst með sókn Þjóðverja í júlí 1942 í áttina til Volgu og Kákasus; voru
þeir í stöðugri sókn þar til Rússar hófu gagnsókn hinn 19. nóvember, á 600
km víglínu. Þeir tefldu þá fram 150 herdeildum og ógrynni skriðdreka; gagn-
sóknin var samhæfð aðgerðum á Kákasusvígstöðvunum. Þar átti þýski herinn
á hættu að verða innlyksa og kaus að hörfa í tæka tíð. Stalíngrad myndaði
þá orðið fleyg í víglinuna. Ýmsir herforingjar mæltu með því að Stalíngradher
von Paulusar forðaði sér áður en hann yrði umkringdur en Foringinn fyrirskipaði
marskálki sínum að halda borginni hvað sem það kostaði. Mánuðum saman
geisuðu ægilegir bardagar í borginni sem var orðin rústir einar.