Leikskrár Þjóðleikhússins - 10.02.1984, Síða 47
„Milljónir eru á bak við mig“, klippimynd eftir John Heartfield 1932.
Stalíngrad hefur verið kölluð Verdun síðari heimsstyrjaldarinnar. Sá er þó
munurinn að í Verdun sendust menn á vígskeytum í fjarlægð en í Stalíngrad
barðist maður við mann í návígi. Liðþjálfi í 24. skriðdrekadeild þýska hersins
lýsti þessu þannig: ,,Það er barist látlaust myrkranna á milli. Við vörpum hand-
sprengjum hver að öðrum milli húsahæða, með sótuga svitastorku i andliti, mitt
í sprengingum, ryki og reyk, innan um múrsteinshrúgur, blóðflaum, brotin hús-
gögn og mannverur. Spurðu hvaða hermann sem er hvernig sé að berjast í
sliku návígi í hálfa klukkustund og hugsaðu þér svo Stalíngrad: áttatíu dagar
og áttatíu nætur í návígi“.“
í byrjun febrúar 1943 gafst þýski herinn upp, þá innikróaður og örmagna af
vosbúð og vistaskorti. Hófst þá undanhaldið og linnti ekki fyrr en Rússar höfðu
brotist alla leið til Berlínar. Álitið er að Þjóðverjar og bandamenn þeirra hafi á
tímabilinu frá ágúst 1942 til febrúar 1943 misst eina og hálfa milljón manna og
gifurlegt magn hergagna. Þennan vetur misstu Þjóðverjar frumkvæðið í styrjöld-
inni. Á.l.