Leikskrár Þjóðleikhússins - 10.02.1984, Page 49
AMMA ÞÓ!
Næsta frumsýning ÞjóSleikhússins á stóra sviðinu verður á nýju barna-
leikriti eftir Olgu Guðrúnu Árnadóttur. Hefur verkið nú hlotið nafnið AMMA
ÞÓ! og segir frá bráðhressilegri ömmu sem aldrei deyr ráðalaus þó efna-
hagurinn kreppi að fjölskyldunni hennar og hungurvofan ýlfri utan við
gluggann. Með hlutverkin fara: Herdís Þorvaldsdóttir, Edda Björgvinsdótt-
ir, Gísli Guðmundsson, Jón S. Gunnarsson, Pálmi Gestsson, Örn Árna-
son, Árni Tryggvason, Sigurður Skúlason og Helga E. Jónsdóttir. Leik-
stjóri er Þórhallur Sigurðsson, en Messíana Tómasdóttir gerir leikmynd,
búninga og brúður.
Frumsýning: 22. febrúar.
ÁVÖXTUNSf^
VERÐBRÉFAMARKAÐUR
LAUGAVEGUR 97 101 REYKJAVÍK ÍSLAND SÍMI 28815