Freyja - 01.12.1903, Qupperneq 8

Freyja - 01.12.1903, Qupperneq 8
90 FREYJA VI. 5- var nú raunar ekkert nýtt viö þaö, aö vera kölluS gustukakind, er hin kœrleiksríku Eyrarhjón heföu tekiS af hreppnum. En líka hafSi hún oft heyrt frœnda sinn segja viS ýms hátíSleg tœkifæri og á mannamótum, aS hann gerSi engan mun á henni Onnu og sínum eigin börnum. En samt var hún ekki gömul 'þegar hún fann, aS þaS var tvennt ólíkt, aS vera tökubarn á Eyri, eSa barn þeirra hjónanna þar. Eftir því sem hún þroskaSist aS aldri og skilningi fann hún œ betur og betur, aS hún var skoSuS sem ósamkynja vera hjá hinum börnunum. ÞaS er viökvœmara hjarta munaSarleys- ingjans en.þeirra, sem hamingjusamari kjörum eiga aS fagna, því var þaS, aS hún Anna litla grét svo oft í einrúmi. Hún átti enga móSur, engan ástvin til aS flýja til meS raunir sínar. Hún þekkti ekkert hjarta er hún gæti hallaS sér aS og grátiö viS, eins og hún haföi séS önnur börn gjöra. Hún hafSi séS þau gráta í faSmlögum elskandi móSur. Flest vinnufólkiS var kalt viS hana, af því þaS borgaSi sig betur. Henni voru sýnd ónot og illyrSi. Vinnufólkiö áleit hana þyrni meSal blóma, sem helzt œtti aö uppræta, þess vegna var hún líka daglega klipin og barin, og henni var líka strítt á allar lundir og látin finna til þess, aö hún lifSi af náöarbrauöi. Frœndi hennar barði hana aldrei, því hann áleit þaö eitt af kon- unnar kristilegu skylduverkum aS aga börnin eftir eigin geSþótta. Anna var samt svo lánsöm aS eiga eina vinkonu, þaS var vinnukona, sem búin var aS vera fjögur ár á Eyri og haföi meÖ dugnaöi og trúmennsku áunniö sér hylli húsbœndanna, svo hún var ráSin þar fyrir ráSskonu næsta ár, því húsfreyja var farin aS gefa sig. Anna svaf hjá þessari vinnukonu, sem einhverra orsaka vegna hafSi fundiö samróma strengi f sálu munaöarleysingjans viS sína eigin, og þess vegna fengið ást á Önnu, og hún fór heldur ekk- ert dult með þær tilfinningar, og oft sagSi hún: ,,Væri þaS ekki vegna hennár Önnu litlu, væri ég löngu farin frá Eyri, en ég get ekki skiliS viS blessaö barniö. Anna heyrSi talað um þaS í jólanæturlestrinum, hvaS himna- faSirinn elskaöi okkur börnin sín innilega, og henni kom ekki til hugar aS vefengja þaö. En hví var hún munaöarleysingi og svo oft brugSiS um fátæktina og einstœöingsskapinn og hörkuleysiö, sem œskunni er samfara. Hún vissi þaS ekki, en henni fannst hún ekki sek—geta gert aS því aö foreldrar hennar dóu um þaö leyti sem hún var aS vakna til sjálfsmeðvitundar. Og núna seinast á sjálfa jólanóttina, þegar allir voru glaöir og allir eignast ein-

x

Freyja

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.