Freyja - 01.12.1903, Page 9
VI. 5.
FREYJA
9i
hverjar jólagjafir nema hún ein. Hennar jólagjafir voru haturs-
full brigzlyrhi og ónot. Hún stó5 hreyfingarlaus og fannst hún
œtla a5 springa af innvortis stríöi. Hún leit í kringum sig og sá
aö enginn veitti sér eftirtekt, gekk hún þá að rúmi sínu, dró með
hœgö rúmtjaldið fyrir og lagöist upp í rúm. Gegnum huga henn-
ar runnu nú bágindi hennar og einstæðingsskapur, sem henni nú
fannst nœr því óbærilegur. Hún bað guð heitt og innilega að taka
sig og henni fannst sem hún myndi fá bænheyrzlu, því henni fannst
hjarta sitt ætla að springa. En vonum bráðar fóru tárin að
renna, hún grúfði sig ofan í koddann svo fólkið síður heyrði
til sín. Hvað lengi hún grét, veit enginn. En hún hrökk upp
við það, að vinkona hennar laut að henni og sagði undur lágt:
,,Ertu veik, Anna mín!“ ,,Já, ég er veik—ég vildi ég vœri dauð, “
svaraði Anna, og vafð höndunum utanum hálsinn á vinkonu sinni
og grét ákaflega.
,,Blessuð hœttu að gráta, fólkið heyrir til þín. Þú hefir heyrt
það sem húsmóðirin sagði. Kærðu þig ekki um það. Eg hefi oft
sagt þér að mamma þín átti meira hjá frænda þínum en svaraði
uppeldi þínu. Þú verður að vera stillt og hætta að gráta. Biddu
guð að gefa þér þolinmæði, þá fer allt vel á endanum. Ég skal
koma til þín svo fljótt sem ég get, ég er bráðum búin með verkin
mín, “sagði vinnukonan og kyssti Onnu blíðlega um leiðog hún fór.
Enn þá grét Anna œði stund, en smátt og smátt sefaðist grát-
urinn og ekkinn minnkaði. Hún sneri sér á hliðina og tók þá eftir
því, að tunglið var að gæjast inn um gluggann yfir rúminu hennar.
Hún stóð þá upp í rúminu, eins og hún hafði svo oft áður gjört,
og lagði heitan munninn að hélaðri rúðunni og blés og andaði á
hana þar til henni tókst að þýða ofurlítinn kringlóttan blett, strauk
svo vatnið af glerinu með hendinni og horfði með öðru auganu út
um litla frostlausa blettinn. Þá sá hún rönd af snjóhvítu landi og
svartar og svipþungar fjallabrúnir er báru við himininn. Hvít-
gráir skýjabólstrar liðu yfir hinn blá-tæra himinveg. Þau voru
allavega löguð. Eitt skýið sýndist henni í laginu eins og hún
hélt að englar gfiðs œttu að vera—með undur fagurt andlit og kór-
ónu úr geislakransi, en líkaminn hulinn óviðjafnanlega hvítum og
fíngerfum slæðum, með vængi, miklu stærri en svanavængi. En
svo sýndist henni þessi gufukenndi engill sitja undir barni yndis-
lega fögru. En þetta sá hún ekki eins skýrt og hún hefði viljað,
því frostið var að fœrast yfir blettinn hennar. Þá lagði hún var-