Freyja - 01.12.1903, Síða 13

Freyja - 01.12.1903, Síða 13
VI 5 FREYJA 95 meö bölvunar-gjafir og landrána-tak, og mannúö í mærðum og eldi! Og hefndin mun fylgja þeim fastlega’ í spor, sem fölnuðu, skulfu og höföu’ ekki þor til annars en bæina’ aö brenna. Og teljist sá verknaöur trúlega hreinn hvar tíu manns kepptu’ um að margskjóta einn, sem ei vildi undan þeim renna! Ég fjölyrði ekki’ um það angistar-fár, né allar þœr sorgir og sturlan og tár, er féllu sem flóð yfir landið. Ég afsíðis dróg mig í dal þenna inn, J>á deyddur og eyddur var bústofninn minn— ég þoli’ ekki þrælkunar-bandið. Nú eru mér daufleg ogdýrð-lítil jól og dagarnir myrkir, og skammdegis sól er köld, eins og fætur á feigum. Og elli mín þrífst ei á útigangs snöp, nú eltir mig sjóndepra og heyrninnar glöp, sem ill þykja andanum fleygum. Ég stutt á nú ólifað eftir, því ver, því alltaf sá grunurinn stöðugur er, að þeir sjái tíðirnar tvennar. En skammt héðan standa með blœ-kyssta brá. tvær bjarkir, með rótunum saman þær ná, þar graf mig við gröfina hennar. Það ske kann frá uppsölum ómœlis-geims, við umbylting hringferils tímans og heims, ég loks sjái líf manna friðað. Og endurreisn landsins míns aftur á ný að yngingar ljósbaði huga ég sný, í elli’ er til ónýtis lifað. “ Kristinn Stefánsson.

x

Freyja

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.