Freyja - 01.12.1903, Síða 14

Freyja - 01.12.1903, Síða 14
9 6 FREYJA VI. 5. sfil ífesÍil (jjk Kötturinn, sem fer einförum. iETTA skeöi, ó mínir elskanleg’ir, á þeim tímum er allar tamdar skepnur voru villtar, hesturinn villtur, kýrin villt, hund- urinn villtur, svíniö villt og sauökindin villt——villt eins og mest mátti veröa, , og fóru einförum í frumskógunum villtu. En villtastur af öllum villtum skepnum var þó kötturinn, því hann fór einförum og allirstaðir voru honum jafn kærir. Auðvitað var maðurinn einnig villtur í þá daga, voðalega villt- ur og tamdist ekki hót fyr en hann mœtti konunni. En hún kunni ekki villta lífinu í frumskógunum villtu, leytaði sér því skýlis í stór- um, þurrum helli, og í stað þess að hvílast á röku og köldu hellis- gólfinu, stráði hún yfir það þurrum sandi, kveikti eld innan til í hellinum, tíndi á hann þurrar spýtur, hengdi harða hrosshúð fyrir hellismunnann þannig, að taglið vissi niður og sagði svo viö mann- inn: ,,Þerra nú fætur þína áður þú kemur inn, því nú förum viö að búa. ‘ ‘ Hið sama kvöld hafði hún steikta villibráð af villtum sauð til matar, kryddaða með villtum pipar, ásamt villi andakjöti, villtum grjónum, leggjum af villtum nautum og ýmsa aðra villta hluti, með villtum nöfnum, sem löngu eru fallin í gleymsku. Að lokinni mál- tíð sofnaði maðurinn á gólfinu við eldinn og var ánœgður. En konan sat og kembdi hár sitt. Svo tók hún kindar herðablaðið og virti fyrir sér hina undarlegu lögun þess, bætti á eldinn,settist nið- ur og söng. Hún söng hinn fyrsta töfrasöng, sem heimurinn þekkti. * * * Uti í frumskógunum villtu og saggaríku komu villudýrin saman til að horfa á eld- inn í hellinum álengdar, og þau undruðust yfir honum. Villi hesturinn frísaði hátt, stappaði fótunum, og sagði: ,,Ó þér vin_ ir mínir og óvinir! Hví hafa þau, mað. urinn og konan, gjört eld þann hinmmikla? Hvort mun hann saka oss?“

x

Freyja

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.