Freyja - 01.12.1903, Page 17

Freyja - 01.12.1903, Page 17
VI. 5. FREYJA 99 maöurinn: ,,Hví er villihesturinn hér?“ „Hann er ekki lengur villtur, heldurer hann okkar fyrsti þjónn, því hann mun bera okk- ur staö úr staö æ og œfinlega, “ sagöi konan. * * * Næsta dag lagöi villikýrin af staö, haldandi hátt sínu villta höföi, svo að hún ekki festi sín villtu horn á greinum trjánna í frumskógunum villtu. Villikýrin kom að hellinum og kötturinn elti sem fyr og faldi sig, eins og hann gjört hafði, og allt fór á sömu leið og fariö hafði, og kötturinn sagöi iö sama og hann sagt hafði og fór svo einforum, veifandi skottinu, eins og hann gjört hafði. Þegar nú maðurinn, hundurinn og hesturinn komu heim, og maðurinn spurði sem fyr, hvað villikýrin gjörði þar, svaraði konan sem fyr, að hún ekki væri lengur villt, heldur gjafari góðra hluta, ,,Því hún gefur oss hvíta, volga mjólk œ og œfinlega, og ég skal gæta hennar er þér veiðið. “ Nú beið kötturinn þess að fleiri dýr fœru til hellisins hinn næsta dag, en er engi urðu til þess, lagði hann sjálfur leið sína þangað. Þegar hann kom, var konan að mjólka kúna, eldur log- aði á skíðum innar í hellinum, og kisi fann lyktina af glóðvolgri ný- mjólkinni, og hann sagði við konuna: ,,Ó, þú óvina mín og kona óvinar míns. Hvert fór villikýrin?“ ,,Ó þú villidýr frumskóganna, far þú til skóganna aftur hvað- ' an þú komst, því hár mitt er fléttað og herðablaðið á sínum stað, og við þörfnumst nú hvorki vina né þjóna í hellinum, “ sagði kon- an og hló við. Þá svaraði kötturinn og sagði: ,,En ég er hvorki þjónn né vinur, heldur kötturinn, sem fer einförum, en mig langar inn í hellinn. “ ,,Hvers vegna komst þú þá ekki með fyrsta vinin- um fyrsta kvöldið?“ sagði konan. Þá varð kötturinn reiður mjög og sagði: „Hefir þá hundurinn sagt eftir mér?“ Þá hló konan og sagði: ,,Þú ert kötturinn, sem fer einförum ogallir staðir eru þér jafn kærir og þú ert hvorki þjónn né vinur, því svo hefir þú sjálfur sagt. Farðu nú einförum héðan, því allir staðir eru þér jafn kœr- ir. “ Þá lézt kötturinn iðrast og sagði því: ,,Má ég þá aldrei koma í hellinn, aldrei sitja við eldinn og aldrei lepja nýmjólkina nota-

x

Freyja

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.