Freyja - 01.12.1903, Side 19

Freyja - 01.12.1903, Side 19
FREYJA 101 VI. 5- ,, Blessaö sé þaö, hvort svo sem það er, því nú hefi ég mikið aö gjöra, “ sagöi konan og rétti úr sér. Þá datt hrosshúöin frá hellismunnanum af því aö nú minntist hún samningsins, sem kon- an gjörði viö köttinn, og þegar konan tók upp húðina. Sjá! þá sat kötturinn viö eldinn. ,,Ó þú óvina mín, konaóvinar míns og móð- ir óvinar míns. Þaö er ég, því þú hefir hrósað mér og nú má ég sitja við eldinn æ og œfinlega, en samt fer ég einförum og allir stað- ir eru mér jafnkœrir, “ sagði hann. Þá varð konan ákaflega reið, hún klemmdi saman varirna og þeyttir rokkinn sinn. En barnið grét, því kötturinn var farinn og konan réði ekkert við þaö. Þá kom kötturinn og sagði: ,,Ó þú ©vina mín, kona óvinar míns og móðir óvinar míns. Bittu þráðarspotta af rokknum þínum við rokkhjólið og þá skal ég sýna þér töfra, sem þú hefir ekki séð og barnið skal hlœgja eins hátt og það nú grætur. “ ,,Ég skal gjöra sem þú segir, því nú er ég ráðþrota, en samt skal ég ekki hæla þér, “ sagöi konan. Svo fór kötturinn að elta þráðarspottann, greip hann með klónum, þeytti honum yfir sig, veltist um hrygg og lét öllum látum, þar til barnið hló og skríkti og skreið af stað eftir kettinum, náði honum og veltist með hann uin hrygg á gólfinu. ,,Nú skal ég syngja við barnið og svoefa það, og láta það sofa í heilann klukkutíma, “ sagði kötturinn. Svo fór hann að mala og malaði hátt þar til barnið sofnaði. Þá brosti konan, leit á kött- inn og barnið og sagði: ,,Þetta var fallega gjört. Sannarlega ert þú fimur köttur. “ Og á þeirri sömu stundu, ó mínir elskanlegir, kom reykurinn í þykkum strókum inn í hellinn, því hann minntist á samninginn. En þegar reykurinn var farinn, sjá! þá sat köttur- inn við eldinn og var hinn rólegasti. ,,Ó þú óvina mín, kona ó- vinar míns og móðir óvinar míns, það er ég, því nú hefir þú hrósað mér í annað sinn og nú má ég sitja við eldinn œ og œfinlega. En samt er ég kötturinn sem fer einförum og allirstaðir eru mér'jafn- kærir. ‘ ‘ Þá varð konan ákaflega reið, bœtti spítum á eldinn, lét hárið falla laust um herðar sér, tók upp herðablaðið og söng nýjan töfra söng, svo að hún ekki skyldi hæla kettinum í þriðja sinn. Hún söng þá ekki töfra-söng sinn á sama hátt og fyr, og samt voru það töfrar, mínir elskanlegir! Þá varð svo hljótt í hellinum að ofurlít- il mús leit upp úr einu horninu og hljóp yfir gólfið. „Tilheyrir þessi mús töfrum þínum, ó þú órnna mfn, kona óvinar míns og

x

Freyja

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.