Freyja - 01.12.1903, Blaðsíða 28

Freyja - 01.12.1903, Blaðsíða 28
t 80 FKEYJA VI. Því nú er stund sú komin er skilur okkar skeiö á skelfinganna hafströnd mín endar tára leiö, þar tekur við sú eilífð, sem enginn kattnað fæi' þar ást og frelsi lífsins í nýjum heinri grær. Þar nálgast mig ei framar sú níöintgs kalda hönd er nísti blóm míns hjarta og kvaldi frjálsa önd, þér verða skal þó síðar þar stefnt að drottins dótn, hvort duga mtm þá hatrið og svikavopnin tóm? IV. Þú veizt að þeim sern raka, þeim verður hvergi rótt ef voðastormur dynur og helmyrk grúfir nótt, þeir vita að sól er sigin und sorgarhafsins brún að sælu og friði leita í kaldri mánans rún. Þeir eygja stjörnu bjarta við yztu hafsins rönd, þeir eygja gegnum sortann hvar fegri skína lönd. þeir eygja bros frá sólu við yzta sjónarhring og englamyndir bjartar er svífa þar í kring. Það eru dánar vonir og fölnuð frelisblóm á foldu harms og tára er liðu skapadóm, og ásta liljur bjartar er brunnu á tímans glóð, nú brosa þessir englar og syngja frelsis ljóð. Svo leggja þeir frá landi, þó leið sé engum kunn, því líf í sorgum alið ei hræðist dauðans unn, þó aðeins fáa fýsir að fara þessa leið um fallsæ hels og dauða með sundurbrotna skeið. O, láttu bíða dóm þinn of liðnum ná í gröf þó leyfið tœki’ hann sjálfur að sigla in myrku höf, það líklegt er hann komist þó heim í sömu höfn og hinumegin grafar því veitSi kjörin jöfn. Og sýndu veikum bróður þín hreinu kærleiks hót, ef heimsins sáru þyrnar hans stynga beran fót, ef gatan liggur sífellt um urð og eggja grjót þarf andi hans að læknast við hinnstu tímamót. Þyknír.

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.