Freyja - 01.12.1903, Qupperneq 31
VT 5-
FREYJA
113
fremur en meistarans, jafnvel þar sem hann hefir stjÓTnarhœfileika
Napóleons. Meö sögunni ,,Anna Karenina“ hefir hann gefið
heiminum eina hina ágætustu skáldsögu, sorglega að vísu og of
hreinskilnislega sagða til þess að hún falfi meiri hluta ameríkanskr-
ar alþýðu í geð, því hún fjallar svo voðalega blátt áfram um synd
og ástarofsa að hina viðkvæmu siðfágun vorra tíma hryliir við.
Henryk Sienkiewicz.
SR exryk Sienkiewicz er pólskur að cett og
Póllands mesta skáld sem nú er uppi.
Hann má enn þá heita ungur maður og hef-
ir þó þegar miklu afkastað. Frœgastur hefir
hann orðið fyrir söguna ,,Quo Vadis“, sem
fjallar um söguatriði frá stjórnarárum Nerós
keisara og fyTstu árum kristninnar. Saga
þessi er full af hrikamyndum, fráhrindandi
og viðbjóðslegum í eðli sínu, en einmitt fyr-
ir það, töfrandi og tryllandi. (Tveir kap. úr
þessari sögu hafa komið út í Freyju sem sýn-
ishorn af henni og er þá að finna í II. árg.
2. og 3. tölublaði og í III. árgangi, 4. og
5. tölublaði.) Þrjár næstu sögur hans
eru samt í eðli sínu áhrifameiri og virkilegri, máske af því að þœf
standa nœr oss og fjalla aðallega um merkustu söguatriði þjóðar
hans. Sögur þessar eru ,, With fire and sword“ [Með eldi og sverði]
,,The Deluge“ (Syndaflóðið) og,,Pan Michael.“ Með hinn stór-
felda efni.úð er í sögum þessum felst, fer hann eins meistaralega
og Scott, Thackery, Balzac, Dickens og Tolstoy. Lyndiseinkunnir
söguhetjanna eru ekki síður sérkennilegar en þær eru merkilegar,
eiga óvíða sína líka. Meðal þeirra helstu mætti telja Zogloba—
einn hinn einkennilegasta og stórskornasta karakter síðari tíma
skáldsagna. I sögunni, ,, Without Dogma, “ lýsir hann samband-
inu milli karls og konu svo óhjúpað og bert, að fólk, alið upp í
enskum siðferðis vermireit hryllir við. Hann dregur myndir af
hálfsiðuðu tímabili óútsegjanlegrar grimmdar og mannvonzku, víða
hryllilegar og sumstaðar enda viðbjóðslegar. En sjálfur hefir
hann heilbrigðar og göfugar siðferðis hugsjónir, svo þó að myndir
hans séu berar, eru þær svo meistaralega dregnar, að slíkt leika
ekki nema andleg stórmenni.