Freyja - 01.12.1903, Qupperneq 33

Freyja - 01.12.1903, Qupperneq 33
VI. 5. FREYJA 115 um alla Evrópu oröiö til. Til þeirra má rekja atburöi þá sem or- sökuöu bygging íslands, fund Grænlands, Vínlands og öll hin of-i dirfskufullu feröalög þeirra austur um alla MiSjarðarhafsbotna. Þegar minnst er á NorSurlönd nú á dögum, þá eru þaö aftur tvö nöfn, sem koma fram í hvers manns huga, er eins og hin foriju nöfnin, sýnast fela í sér allt sem sagt veröur um þessi lönd. Þestei tvö nýju guöanöfn þeirra Norömannanna eru nöfn þeirra skáldannj/, Henrik Ibsens og Björnstjerne Björnssonar, og eins og þessi j’vö nöfn eru tengd viö allt sem er norrænt aö anda og eðli, eins éru þau og bundin hvort ööru, því œtíö þegar annars er minnst þá er hins getið. Þessir tveir menn hafa nú þegar lifað í nœrri þrjá fjórö- unga aldar og nú í seinni tíð hefir oröstýr þeirra borist með hverju árinu, víðar og víðar út um heiminn. Það hendir sig ekki oft með- al stórþjóðanna að tvö stórmenni séu samtímis uppihjásömu þjóð. Til þess eru jafnvel stórþjóðirnar of smáar. Því sjaldnar kemur það þó fyrir hjá smærri þjóðunum, og þó hefir það í þessu tilfelli skeð meðal Norðmanna, það er að segja, ef mælikvarðinn á stœrð þjóðanna er höfðatala fremur en andans atgjörfi. En hvort sem stærö norsku þjóðarinnar verður mœld eftir stœrð einstaklinganna, sem mynda þjóðarheildina eða eftir fólks fjölda, þá er það þó víst, að norska þjóðin hefir framleitt í persónum þeirra Ibsens og Björnsonar tvö mikilmenni er fáa sína jafninga eiga nú á dögum. Hinn eldri þessara manna, Henrik Ibsen var síðastliðið vor 75ára gamall. Hann er fæddur í smáþorpinu Skien í suðurhluta Noregs 20. marz 1828. I föðurœtt er hann af danskþýzkum œttum og móðurœtt hans að parti þýzk. Faðir hans, Knútur Ibsen, var verzlunarmaður í Skien, og voru þau foreldrar Henriks í heldur góðum kringumstœðum fyrst fram- an af. Knútur Ibsen hafði almennings álit á sér fyrir skarpa greind, orðheppni og napurhœðni er sonur hans virtist hafa eftir í fullum mœli. Móður sinni lýsir Henrik á þessa leið: ,,Hún var mjög elskuleg kona, lífið og sálin í öllu heimilislífinu og börnum sínum og manní allt í öllu. ‘ ‘ Fæðingarstað s ínum hefir Ibsen lýst á mjög einkennilegan

x

Freyja

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.