Freyja - 01.12.1903, Page 36

Freyja - 01.12.1903, Page 36
FREYJA VI. 118 Rómverja, en fremur þótti hiö sögulega gildi þess smátt, af þeini sem um það dæmdu, en þar bólaöi þó á ádeiluskoðunum þeim á samtíöinni, sem síöar hafa komiö fram í ríkari mœli í ritum hans. Utgáfa þessi bar sigekki og seldu þeir félagar upplagiö í umbúða- pappír ,,og þáum stund höfðum vér nóg að borða, “ sagöi hann. Meðan Ibsen dvaldi á Grímstað las hann undir skóla, og voriö 1850 fór hann til Kristjaníu og lauk þar við undirbúning sinn fvrir stúdents próf undir háskólann. Til að komast sem fyrst gegnum stúdentsprófið fqr hann í læri til Keltbergs nokkurs, er tók að sér að búa fátæka stúdenta undir háskólapróf. Þann sama vetur kynntist Ibsen þeim Aasmund Olafsson Vinje og Björnstjerne Björnsson, sem báðir voru þá í skóla hjá Iveltberg. Þenna vetur kom það atvik fyrir er sýndi afstöðu þeirra félaga í almennum málum. Danskur maður, Harro Harring að nafni, er verið hafði í frelsisstríði Grikkja, kom til Noregs 1849. Snemma um veturinn þann fyrsta er þeir Ibsen og Björnsson voru í Krist- janíu, gaf Harring út rit er hann nefndi ,,Erfðaskrá Ameríku. “ Yf- irvöldunum norsku, þótti allt of langt gengið í riti þessu og gjörðu það því upptækt og Harring sjálfan landrækann, að konungs boði. Sama kvöld og hann var fluttur um borö, skutu stúdentar á fundi og drógu upp yfirlýsingu, undirskrifaða af 140 piltum og þar í voru þeir Ibsen og Björnsson, (er þá voru aðeins 17) er mótmæltu þessn gjörræði. Eftir að undirskriftum var lokið fór allur hópurinn vfir til ráðgjafans og lásu honum skjalið og þaðan yfir að höfninni og um borð til að láta Harring í ljósi óánœgju sína yfir meðferðinni á honum. Þegar þeir komu í land, œptu þeir þrefallt fagnaðaróp fyrir fósturlandinu og frelsinu, og sparaði þá hvorugur þeirra félaga hljóð sín. Þá um vorið skrifaði Ibsen sitt fyrsta leikrit, sem hann kallaði ,,Gröf hermannsins, “ og var það leikið á leikhúsinu í Krist- janíu þá um haustið. Ekki þótti mikið til rits þessa koma og er það að sumu leyti stæling á Ohlenschlæger. Veturinn '51 bjuggu þeir félagar, Ibsen og Schulerud í her- bergi, er þeir leigðu saman í húsi einu. Heldur svarf þá að þeim þann vetur, því ágóði sá er féll í Ibsens hluta af leikritinu hrökk skammt. En til þess að sem fæstir vissu hvernig sakir stæðu og að þeir ekki töpuðu því lánstrausti er þeir höfðu, fóru þeir að heiman tniðdag hvern, líkt og þeir færu eitthvað til miðdagsverðar. En er heim kom, heittu þeir sér kaffi og átu með því þurrar brauðskorp- ur og varð það að duga þeim í miðdagsverðar stað. (Framhald.)

x

Freyja

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.