Freyja - 01.12.1903, Síða 40

Freyja - 01.12.1903, Síða 40
122 FREYJA VI. 5- Ijósið þitt geti snúið mér? Nei, nei, haltu nú áfram, dreng-ur minn, en segðu mér fyrst hvað þú heitir?" „Ég heiti Sigurður Hansson og er Olafs- son.“ „Sigurður Hansson—eins og ég. Hvað heitir hún mamina þín?“ „Hún heitir Lilja.“ „Lilja, Lilja, getur það verið'?“ „Er þér illt maður minn?“ .,Nei, mér er ekki illt, hvar býr hann pabbi þinn?“ „Haun er dáinn, mamma mín er ekkja og vinnur fyrir mér, hún á heiina í húsinu þarna og hún gaf mér ljósið til að láta það á jólatréð.“ „Litla ljós, með þér er mér sent endurskin Ijóssins, sem ég hélt löngu dáið. Eigðu nú þetta fyrir allar spurningarnar, litli nafni minn,“ sagði maðurinn, sem ekki var lengur drukkinn og lagði gullpening í lófa drengsins. „Ég ætla að fylgja ljósinu þínu í kyrkjuna og heim til að sjá móður þína.“ „Hví varstu að hlaupa í burtu:-’“ spurði presturinn þegar drengur- inn köm til baka. „Ég var að sækja ljósið hennar ínöminu, má ég láta það fi jólatréð. Og þessi maður var ekki á vegiilum, en þegar hann sá ljósið mitt kom hann og gaf mér þenna gullpening og hann vill að þú komir með okkur til mömmu.“ „Oskið þér þess, ókunni maður?“ „Já. ef þér viljið gjöra svo vel.“ „Ég iná þá spyrja yður að heiti?“ „Já, ég er nafni þessa drengs.“ „Siggi minn, ljósið þitt skal verða lát ð á jólatréð,“ sagði presturinn. „Mamma mín, presturinn er kominn og með honum maður seni langar til að sjá þig, hann gaf mér þenna pening og svo er hann líka nafni minn og hann kom til okkar af því að hann sá ljósið sem þú gafst mér.“ „Ég skil ekki hvað þetta boðar, elskan mín, segðu þeim að koma inn.“ „Þessi maður óskar að tala við yður,“ sagði presturinn þá þeir höfðu heilsað konunni. „Hvaða maður er það?“ „Hann heitir Sigurður Hansson, kom hingað með vagnlestinni í gær og ætlaði héðau á morgun, en hefir nú brevtt þeirri áætlun. Undarlegt atvik, eitt lítið Ijós—ljósið drengsins yðar er orsökin," sagði presturinn. „Litla Ijósið okkar?“ „já, liann sá það á veginum og gat ekki skilið við það aftur.“ „Ég hefi spurt drenginn yðar, hann litla nafna minn um heiti yðar og mannsins yðar, sem nú er dáinn og margt fleira og komist að þeirri niðurstöðu, að leyndir þræðir knýti þessar hendur saman,“ sagði maður- inn og rétti henni titrandi höndina. „Viltu kannast við mig? Kveiktu það aftur er lífssólin logaskær brenndi, leyfðu þá tárinu að falla, sem áður, þá burtu ög vendi, lát, þína sól, lífga það hjarta sein kól, lukkan þá lék mér úr hendi.“ Hún þoldi ekki meira, en gekk að skúffunni sem litla kertið liafði verið geymt í, og tók upp úr henni ofurlítinn stokk og úr honum hring sein þar var geymdur, fökk manninum hann og sagði: „Þú mátt láta hringinn á mig aftur, Sigurður, ég hefi allt af geymt hann, og eins og þú sérð á nafninu drengsins míns, hefi ég ekki heldur gleymt þér.“ Sigurður tók við hringnum, dró hann á hönd hennar í annað sinn og sagði: „Ekkert má aftur það slíta, áður sem knýtti vor

x

Freyja

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.