Freyja - 01.12.1903, Qupperneq 41

Freyja - 01.12.1903, Qupperneq 41
VI. 5. FREYJA 123 bönd, ljósin sem lifs-þræði knýta, lifi þó hverfi burt ðnd. Kæra Lilja þú þarft ekki að óttast að ég verði þér til þyngsla. Þó ég hafi farið illa að ráði mínu, þá hefi ég samt ekki eytt öllu því fé, sem raér hefir græðst á ferðura mínum. Það er nóg fyrir okkur og til að koma honum litla nafna inínum til manns, sem ég mest þrái. Eg hefi nú og öðlast það sem ég hefi ekki lengi átt, og kominn af minni löngu ferð, kveð ég nú heim- inn, því nú finn ég að ég á heima.“ ,,Nú verð ég að fara,“ sagði presturinn. „Má ég minnast á þenna atburð, sem svo mjög hefir hrifið huga minn?“ ,,Já, ég kem á eftir með drenginn minn,“ sagði Sigurður. Það var búið að kveikja á jólatrénu, og kyrkjan var full af fólki. Sagan, sem lesaranum er þegar kunn, hafði verið sögð, og presturinn ávarpaði börnin á þessa leið: „Kæru börn, þið hafið nú heyrt sögu þessa og vitið að hún stendur í sambandi við litla ljósið þarna efst á trénu, og að það varð til að leiða heim manninn, sem hvergi átti heima. Berið alla virðingu fyrir honum og hugsið til orða hans sem sagði að meiri gleði mundi verða á himni yfir einum syndugnm sem bætti ráð sitt en níutíu og níu réttlátum sem ekki þyrftu endurbótar við. D. Skýringar yfir niyndirnar. Sigríður Anna Jónsdóttir Hördal er aö líkindnm hin mesta söngkona sem nú er uppi meðal Vestur-íslendinga. Hún er fœdd árið 1881, 9. júlí á Hóli í Hörðárdal í Dalasýslu á Isl. Fór hún strax á fyrsta ári.til hjónanna Sigríðar Bjarnadóttur og Gísla Sigurðssonar sem þá bjuggu á Geitastekk í Hörðárdal, og var hjá þeim þangað til hún var 6 ára að hún fluttist vestur um haf og út í Þingvallanýl. til foreldra sinna, sem þangað voru komin á undan henni. Hjá þeim var hún í fjögur ár, þar til móðir hennar dó, fór hún þá aftur til fósturforeldra sinna sem þá voru komin til Winnipeg, og hefir oftast íiœr verið þar tit heimilis síðan. Snemma bar á sérstökum sönghæfileikum hjá henni, og þegar hún var ennþá innan við fermingu byrjaði hún að fá tilsögn í söng- fræði hjá Láru Bjarnason í Winnipeg, að ráði fósturforeldra sinna. Tók hún fljótum framförum. Eftir nókkurn tíma fór hún í nám til próf. Ross, sem þá var söngstjóri í St. Andrews kyrkjunni, og frá honum til próf. Thomas söngkennara í Wp. og að hans ráði fór

x

Freyja

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.