Freyja - 01.12.1903, Side 42

Freyja - 01.12.1903, Side 42
(24 FREYJA VI. 5- hón suöur til Minneapolis í fyrra sumar og aftur í haust til að full- numa sig í þessari íþrótt eftir að hafa fyrir hans tiistílli snngiö solo í St. Andrews kyrkjunni hér í sumar. Sigríöur Hördal hefir þegar unniö sér mikiö orö bæði meöal innlends fólks og Isl. þeirra sem vit hafa á söng. Jónas Pálsson er fogddur á Noröur-Reykjum f Borgarfjarðar- sýslu árið 1877. Árið 1894 fór hann austur á Eyrarbakka til að nema söngfræði hjá Jóni Pálssyni sem talinn er einna bezt að sér 1' þeirri list á Islandi. Frá honum fékk hann vottorð, sem sýnir hve mikið álit hann hafði á söngfrœðingshæfileikum hans. Hann segir meðal annars: „Aldrei hefi ég kennt manni með eins góð- um hœfileikum og Jónasi Pálssvni. “ Sumarið 1900 fluttist J. P. vestur um haf, og þyrjaði strax á að nema Forte-piano spil hjá próf. J. W, Matthews hér í bœnum og í júní 1902 tók hann próf í P’orte-piano spili við Toronto College of Music upp í annan bekk með ágœtis einkunn, og síðastliðið vor komst hann upp í 3. bekk með hœstu annari einkunn. Af þessu litla ágripi má sjá hversu framtíðarvonir Isl. mega gjöra sér um J. P. sem listamann í þessari fögru íþrótt, og þegar því er við bætt, að hann hetír ósigrandi viljaþrek og elju til að halda áfram, er allt fengið. Steingrímur K. Hall, kennari í söngfræði viÖ Gustavus Adol- phus College í St. Peter. Hann er sonur Jónasar Hall á Gardar. N. D. Hann útskrifaðist úr söngdeild Gust. Ad. College vorið 1899 (B. Mus.), og hlaut þá betri vitnisburð en nokkur, sem frá skólan- um hefir útskrifast. Síðan hann útskrifaðist hefir hann ýmist kennt söng og hljóðfœraslátt eða verið sjálfur við nám hjá be/.tu söng- frœðingum í Minneapolis. P'astur kennari varð hann við Gust. Ad. College fyrir ári síðan. (Eftir Vínlandi.) Hjörtur Lárusson, sonur Lárusar Guðmundssonar í Duluth hefir löngu getið sér frœgðarorð fyrir þekkingu í söngfrœði og mun óhætt mega teljast með færustu Islendingum í þeirri list. Hann var fyrir nokkrum árum formaður hornleikaraflokks hér í Wpg. Sökum ókunnugleika og tímaleysis höfum vér ekki getað rakið menntaslóð hans fyrir þetta blað. Vonum að geta bætt úr því síðar. Borgunarlistinn komst ekki í þetta númer sökum rúmleysis. Prentvillur: k bl.85 4. cr. 3. 1. stcndur loft, lesist kvöld. les morfla. Bl. 115 34.1. eftir leserft. á 95. bl. 2.1. mærfla. Gleöileg Jól I

x

Freyja

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.