Freyja - 01.04.1906, Blaðsíða 2

Freyja - 01.04.1906, Blaðsíða 2
202 FREYJA VIII. 9. Hörö til hefnda’ hún eggjar, heimtar víg og skelfing. Orö hennar brenna sem eldur Flosa sál: ,,Hygg ég víst a5 hafa Höskuldur þín mundi hefnt, ef þig fjandmanna felldan hefSi stál. Sorg mín er skemmtun þín, yndi þér er eldfleini’ í brjóst mitt aö leggja,— steinhart er hjartaö hiö stolta í þér, storkar mér grátinni, hœöist að mér, — hvað stoöar ssttlera’ að eggja!“ Flosi situr, situr, sortna brúnaskuggar. Kaldnr og stilltur hann starir fram í sal. ,,Banamenn þíns bónda ber mér sœkja’ að lögum, ekki á blóöhefndir harðar hygsfja skal! Grimm ertu’ í skapi og geigvœn þín lund, gott mun þér aldrei aðtreysta!1* — Hugsandi, grátbólgin stóð hún um stund, Stólbrík hún kreisti með skjálfandi mund: ,,Beturskal frænda míns freista!“ Innar Hildigunnur gengur. — Gömul kista stóð í skála. Mundi’ hún geyma gullið kvennskraut, gripi dýra, Ijósin ála? Arkarloki upp með hœgð hún lyftir, upp hún tekur skikkju samanbrotna. Sú mun Flosa og fleirum gleðisviftir, feikn og dauði í skauti hennar drottna. Þakin er hún banablóði, bleikur glotta dauðinn kaldi

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.