Freyja - 01.04.1906, Blaðsíða 6

Freyja - 01.04.1906, Blaðsíða 6
200 FREYJA VIII. 9. atkvœöisrétt og tók hún þá að berjast fyrir kvennfrelsi fyriralvöru. Ariö 1852 myndaði hún ,,The New York State Womens Temper- ance Society, “ (New York ríkis kvenn-bindindis-félagiS) og stóð hún æ síSan fremst í bindindis og kvennfrelsisbaráttunni. Ásamt E. C. Stanton og Matthildi Joselyn Gage reit hún , ,The history of Womens suffrage, “ (Sögu kvennfrelsismálsins), sem prentuS var 1881. Engir hafa unnið meira í þarfir mannkyrtsins en þessarþrjár konur. Þær allar til samans og sín í hvoru lagi bœttu óendanlega mikiS kjör kvenna í ríkinu New York, og árangur baráttu þeirra er finnanleg um þvera og endilanga Ameríku og þó víðar sé fariS. Vér sjáum í blööunum nýlega aS á fyrsta þjóSþingi Finna, höldnu á s. 1. vetri hafi þaö veitt konum sínum kjörgengi. HvaSan kem- ur þeim slík réttlætistilfinning? Öldur þær sem framan nefndar konur settu af staö fyrir 55 árum síSan hér vestur í Ameríku hafa borist út yfir höfin og flutt meS sér frœkorn frelsis og mannúöar yfir í fjarlæg lönd og þar hafa þau fundiS frjórri jaröveg en hérhjá oss og því boriö fegurri ávexti. I hálft þriöja ár var Susan B. Anthony rirstjóri og eigandi vikublaSsins ,,The Revolution“ sem gefiö var út í New York, á- gœtt og kjarnort blaö, og þó dó þaö fyrir þröngsýni fólksins, sem ekki kunni viö að sjá konu gefa út blaö, en hún stóS eftir meS $10,000 skuld. Þá skuld borgaöi hún upp á árunum 1870 til ’8o meS því aS flytja kvennfrelsis fyrirlestra um landiö þvert og endi- langt sex daga í viku hverri. Áhrif þessara íyrirlestra voru ómet- anlega mikil. ÁriS 1872 greiddi hún atkvœöi viö forsetakosning- arrétttil aS prófa strangleika laganna og var tekin föst fyrir vik- iö. Var hún þó látin laus gegn ábyrgS en fyrir þaS og aöra milli- göngu lögmanns síns, sem mest hugsaði um aö fría hana fangelsi, gat hún ekki komiö málinu fyrir hæsta rétt Bandaríkjanna eins og hún ætlaSi sér og sá hún jafnan eftir því. Urslitin uröu þau, að hún var sektuS um allmikla upphæö, sem hún þó neitaði aS borga. ÁriS 1880 hélt hún rœöu þá fyrir dómþingi Bandaríkjanna, sem Edmund efrideildar þingmaöur sagöi ómótmælanlega. Úr henni er eftirfylgjandi kafli:

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.