Freyja - 01.04.1906, Blaðsíða 18
218
FREYJA
VIII. 9.
Frú Catharine Wough McCullock segir um hana. ,,Hún var
mikil kona, svo mikil að hún átti skiliö aö vera sett samhliða þeim
Washington og Lincoln. “ Hún var sérstaklega lík Washington í
því, hve réttlátlega hún mat samtíðarfólk sitt og starf þess —mat
það samkvæmt verkum þess ÁN tillits til trúarbragða þess. ,, Til
sönnunar þessu, “ segir Mary H. Garrison, ,,var hennar órjúfan-
lega tryggð og vinátta hennar við starfsystur hennar E. C. Stant-
on eftir að hún tók fyrir alvöru að berjast gegn biblíunni. “ Susan
B. Anthony var nokkurskonar miðdepill eða ið allra helgasta, sem
öldur trúarbragðastríðsins brotnuðu á, og þar sem andstœðingarn-
ir komu og tóku höndum saman til að vinna að einu og sama
málefni, n. 1. Kvennfrelsismálinu. Með hennar aðstoð sameinuð-
ust fjarstæðir kraftar utan um sameiginleg málefni. Heiinurinn get-
ur aldrei verið nógsamlega þakklátur fyrir það, að Susan B. Anth-
ony skyldi vera til og að hún skyldi einmitt vera það sem hún var
og standa þar sem hún stóð.
Þó Susan B. Anthony lifði ekki til að sjá fyrirheitna landið —
landið eða þjóðina sem á að viðurkenna konuna mannlega veru,
sem hafi tilkall til að njóta og njóti sömu mannréttinda sem brœð-
ur hennar, þá sá hún samt roða fyrir því. Hún sá konum veitt
jafnrétti í sumum ríkjum BandaríVjanna, tvoþingmenn á Englandi
komast að við síðustu kosningar þó þeir sæktu einungis undir
merkjum kvennréttindamálsins og flesta eða alla þingmenn frjáls-
lynda flokksins og milli flokkanna skuldbinda sig til að berjast fyr-
ir því ef þeir næðu kosningu. Hún vissi þess vegna að hreifing sú
var ekki lengmr bundin við Bandaríkin, heldur væri hún orðin ein
af heimsins fyrstu og hel/.tu málum, og að sem bein afleiðing áf
baráttu hennar og samverkasystra hennar, væri meira og minna
rýmkuð kjör kvenna um allan hinn menntaða heim, og almenn
tilfinning fyrir réttmœti krafa þeirra.
Kvennfélagið, ,,The Women’s Alliance“ hefir ákveðið að reisa
Susan B. Anthony minnisvarða á bletti þeim er nefnist ,,Wash-
ington square, “ í Washington, höfuðstað Bandaríkjanna. Óskandi
væri að minjar tilveru hennar og baráttu lifðu ekki einungis ímynda-
styttu þessari heldur í lifandi og dugandi starfsemi fyrir málefnum
þeim sem henni voru kœrust.