Freyja - 01.04.1906, Blaðsíða 15
VIII. 9-
FREYJA
215
liSiö um mörg undanfarin ár. Þegar frú Wallace kom inn og var
kynnt gestinum, var hún ekki meira en svo ánœgö, en bauð hann
þó velkominn er hún frétti hversu hann heföi frelsað líf sonar henn-
ar. Hún gat heldur ekki stillt sig um að dáðst aö vexti hans, því
stórir menn voru uppáhald hennar. Bráðum settust menn að
snæöingi og Wilbur neytti brauðs af boröum föður síns og hann á-
leit sig breyta rétt. Eldri systur hans voru innilega glaðar yfir
nœrveru hans, og það gladdi hann einnig að sjá nú og heyra aö
kenningar hans heföu fallið þar í góðan jaröveg og að þœr höfðu
sjálfstæöar og þroskaðar skoöanir. Samtalið gjöröist nu fjör-
ugt, og þaö svo, aö þó það væri nýtt á því heiinili og aöallega milli
eldri syskinanna uröu allir hrifnir af því, jafnvel stjúpmóðir þeirra.
En sérstaklega fékk það á Hómer, að vísu haíði hann á skólanum
heyrt einhvern óm af þessum nýju skoðunum, en einungis til aö
hlœgja að þeim meö félögum sínum. Nú höfðu þær allt aðra þýð-
ingu fyrir hann enda voru þcer allt öðruvísi framsettar.
Wilbur sá að þeim haföi tekist aö hrífa Hómer og þótti vœnt
um það. Þar dvaldi hann allan daginn og þegar Osmond kom eft-
ir þeim með sleöann bauð hann honum að veröa meö og tók hann
því boði méð þökkum. Enda var honum vel fagnað hjá Westcots
fólkinu, en sérstaklega tók frú Leland hann að sér þetta kvöld- og
meö sinni móðurlegu alúð tókst henniað gjöra hann heimakominn
meða! gestanna. Og þegar hann fór heim mundi hann ekki til aö sér
hefði nokkurntíma liðiö betur en þetta kvöld. Wilbur sagði lcekn-
inum frá ástandi bróöur síns og kom þeim saman um aö það vœri
* enn þá ekki hættulegt ef rétt vœri með farið.
Snemma nœsta mórgun komu þeir Wiibur og Osmond akandi
heím til Wallace fólksins, og þó Hómer vœri enn þá sofandi var
* bróður hans leyft aö vekja hann. Þegar Hómer vaknaði sagöi
Wilbur honum að þeir félagar œtiuöu á veiðar og bauö honum að
vera með. Hómer tók því fjarri í fyrstu og móðir hans aítók það
með öllu, kvað hann ekki hafa heilsu til slíks. En þrátt fyrir það
fór hann og var með þeim allan daginn og gleymdi alveg lasleika
sínum. Nóttina eftir svaf hann meö bezta móti, og er sleðinn kom
eftir þeim systrum var hann einnig ferðbúinn og hlakkaöi mjög til