Freyja - 01.04.1906, Blaðsíða 5

Freyja - 01.04.1906, Blaðsíða 5
VIII. 9- FREYJA 205 Susan Browning Anthony. Susan Browning Anthony var fædd 15. feb. 1820 í SouthAd- ams Mass. Faðir hennar, Daníel Anthony var efnaður baðmull- arverkstæðiseigandi og fékk Susan því gott uppeldi. Hún hneigð- ist þegar í æsku að skoðunum föður síns sem var kvekari, þrátt fyrir það að móðir hennar tilheyrði Baptistum. Hún var frjálslynd og laus við kreddur og ofstæki af hvaða tagi sem var. ,,Heimurinn er mitt föðurland og góðverkin mín trúarbrögð, “ sagði hún, ogsam- kvæmt því lifði hún og dó. Þegar hún var 17 ára, tapaði faðir hennar eignum sínum og gjörðist hún þá skólakennari og hélt því áfrarn í 13 ár. Varkaup hennar fyrstu árin frá $1,50 til $2,50um vikuna og fæði, fengu karlmenn þá fjórfalt kaup fyrir alveg sömu vinnu. Susan tók brátt eftir þessu og andmœlti því kröftuglega hvar sem tœkifæri gafst, því það sem gilti um hana sem kennara, giiti um alla kvenn-kennara. Á hinu fyrsta kennaraþingi sem hún sat á, var meðal annars rætt um það, hvers vegna kennarastaðan væri ekki álitin eins heiðarleg og hver önnurstaða, svosem lœkna, presta og lögmanna. Við það tækifæri hélt hún sína fyrstu ræðu, um það segir hún þetta: ,,Þingheimur varð ekki lítið hissa þeg- ar ég stóð upp og bað um orðið og þó var mér veitt það eftir all- snarpar umræður. Ég sagði ýmislegt, en það sem sérstaklega hitti var eitthvað á þessa leið: Sjáið þér ekki, heriar mínir, að með- an þjóðfélagið álíturkonuna ekki nógu skynsama til að læra lögfræði, guðfrœði eða læknisfrœði, en nógu skynsama til að vera skóla- kennara, að sérhver yðar sem velur sér kennarastöðuna, viður- kennir með slíku vali fyrir sólinni og öllum Israel að hann sé ekki skynsamari en hver kona. “ Susan B. Anthony hugsaði aldrei um sjálfa sig. Eins og allar verulega stórar og göfugar sálir helgaði hún hinum undirokuðu þjónustu sína. Árið 1849 tók hún að flytja fyrirlestra um bind- indi og hélt því áfram í tvöár, en á þeim tíma loerði hún það, að ætti það mál að fá áheyrn og verða sigursœlt yrðu konur að fá

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.