Freyja - 01.04.1906, Blaðsíða 21

Freyja - 01.04.1906, Blaðsíða 21
VIII. 9. FREYJA 221 ií Bóndi-nn og myndasafniö. Bóndi nokkur kom einusinni ásamt konu sinni á eitt af hinum stóru myndasöfnum heimsinsog fór ekkert dult meö skoöanir sín- ar á því sem fyrir augun bar. ,,Sjáöu hérna, María, “ sagöi hann viö konu sína, , ,er þetta þó ekki náttúrlegt —- alveg eins og þa5 vœri lifandi, tígrisdýrið aö tarna! “ „Leopard, meinaröu, Jón,“ sagði konan hans meö haegð. ,,Já, ó-já! Leopard er það, auðvitaðj auövitað. En sjáðu hvað hann er náttúrlegur — eins náttúrlegur og mjólkin er kálftn- um, Og sjáðu bara götnna upp á milli hœðanna! “ „Þaö er'á, Jón minn, “ sagöi ko'nan í leiðré'ttingarskyni. ,,Ó-já, látum það þá vera á. En er hún ekki stórkósfleg -— og undraverð? Eða hefirðu tekið éftir hvað vindmillan þarná á bak við hœðina er dœmalaust náttúrleg?11 ,,Það er indverskt musteri, Jón, en ekki vindmilla.“ Nú var Jóni nóg boðið, enda sneri hann sér nú að kerlingu sinni og sagði í þrumandi róm: ,, Hvort er það ég eða þú sem er að dœma um málverkin þau arna? Farðu, farðu, kona! Farðu, segi ég, og finndu sjálf .mynd- ir handa þér að dæma um. “ Líður vetur, Vorið kemur vekur allt af föstum blund, burt það flýr sem geðið gremur, gleðin hressir þutiga lund. Komdu blessað, blíða Vor brœddu öll mín freðnu spor, fel mig innst í faðmi þínum, fylgdu ávalt bústað mínum. Þig ég heitast þrái af hjarta, þér ég helga líf og sál, lýsi mér þitt Ijósið bjarta lífsins glæddu vona bál. Láttu blessuð blómin þín benda minni sál til þín, lát þau vaxa á legstað mínum, lát mig hvíla í faðmi þínum. Vigpús J. Guttormsson

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.