Freyja - 01.04.1906, Blaðsíða 4

Freyja - 01.04.1906, Blaðsíða 4
FREYJA VIII. honum er sem nornir á hann kalli og meS logatungum sál hans brenni. Ýmist rauöur, ýmist íölur, æði og reiði bólginn stóð hann upp úr sæti, brúnablysin brunnu’, að Hildigunni óð hann. Blóði drifna skarlatsskikkju skyndilega’ hann ofan tekur, Flosanaut í faðminn hennar fljótt og hart hann aftur rekur. ,,Þú ert, “ — kvaö hann — ,,kvenna forað mesta! Kanntu síst þitt grimma skap að stilla. Ráðið taka viltu nú hið versta,— víðast gefast kvennaráðin illa. Viltu líka vegna sjá oss, vini alla og frændur þína? Þér er huliö, heiftarnornin, hverjir munu lífi týna!“ Flosa engu’ hún framar svarar, flóa augu’ í beiskum tárum, En að sál hans hrært hún hafði heiftarorðum þungum, sárum — það er henni harmaléttir mesti. Heldur varð um kveðjur fátt. — Hann gengur út úr skála, hljóp á bak, og hesti hleypti brott með sveitum göfgur drengur. Og að brám hans svífa mekkir svartir, svœla’ og bál, það nú hann skilur eigi, — fyrir augum glampa gneistar bjartir, geigar sál hans yfir hulda vegi. Guðm. Guðmundsson. —Eftir „Óðni.

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.