Freyja - 01.04.1906, Qupperneq 8

Freyja - 01.04.1906, Qupperneq 8
208 FREYJA VIII. 9. slíkt ekki átt sér stað í þessu tilfelli. Enginn karlmaSur heíöi þol- aö slíkt af nokkrum, körlum eöa konum. Herrar mínir! Eg væri í engum vafa um úrskurö yöar í þessu máli ef þér gœtuð aöeins skiliö þann sannleika, að' vér, sem yfir 20 ár höfum barist fyrir réiti vorum, finnum til, alveg eins og þér munduS gjöra undir sömu kringumstœöum. En þaö er eins og menn geti aldrei skiliö þetta. Einn hinna ákveðnustu frelsisunnenda sagði viö mig fyrir tveim árum síðan,eftir aö vér fluttum mál vort fyrir einu ríkisþing- inu: ,Ég vissi ekki, eöa réttara sagt, hefir aldrei dottið í hug aö þér fynduð til á sama hátt og ég mundi gjöra, ef ég vœri sviftur borgaralegum réttindum — fyndi til svívirðunnar og niðurlæging- arinnar sem því er samfara. ‘ í meira en tuttugu ár höfum vér árangurslaust beöið yður um borgaraleg réttindi. Þó ég tilheyri Kvekurum sem aldrei sverja, þáhefi ég nú hátíðlega svarið þess eið, að biðja aldrei framar um þessi réttindi, heldur skuli ég mœta hér frammi fyrir yður á hverju ári svo lengi sem ég lifi og krefjast þess — krefjast þess að þér viðurkennið réttmæti krafa vorra og takiö þær til greina. “ Á ræðupallinum áttu þær S. B. Anthony og E. C. Stanton fáa sína líka. Með lífi og sál börðust þær fyrir afnámi þrœlahalds- ins meðan á þeir'ri baráttu stóð. í þeim áttu norðurríkin öfluga meðhaldsmenn, þœr ferðuðust stað úr stað og borg úr borg óg fluttu roeður og fyrirlestra gegn þrælahaldinu, auk þess sem þœr rituðu gegn því í ótal blöð og tímarit. Meðan á þrœlastríðinu stóð varð hlé á kvennfrelsisbaráttunni. Leiðandi mennirnir sögðu þeim að bfða þar til því væri lokið, eftir það skyldi mál þeirra fá góðan byr. En þegar stríðinu var lokið, negrinn búinn að fá kjörgengi, og þær hófu á ný baráttuna fyrir kjörgengi kvenna, voru öll loforö gleymd, ríkið ansaði engu en kyrkjan og klerkastéttin börðust af alefli móti kvennfrelsishreifingunni eins og hún gjörir þann dag í dag. Því er enn svo örðugt að fá fólkið til að hugsa, og hugsandi að unna konum jafnréttis að kyrkjan styngur réttlætistilfinningu þess sve.fnþorn. Fólkið, alið upp við kenningar þeirra Péturs og Páls er ekki móttœkilegt fyrir frelsishugsjónir þeirra E. C. Stant- [Framhald á'bls. 217.]

x

Freyja

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.