Freyja - 01.04.1906, Blaðsíða 3

Freyja - 01.04.1906, Blaðsíða 3
VIII. 9. FREYJA 203 sýnist gegnum svart og storkiS sáraflóS á skikkjufaldi. j Þögul fast a5 Flosa’ hún gengur. —Fagurbúna skikkju lagði’ hún yfir heröar honum, — þungum hugarmóði fyllt þá sagöi’ hún: ,,Frœndi! — þú munt þessa skikkju kenna,—• þá, er gafstu foröum mági þínum. Aftur nú ég gef þér gripinn þenna, gripinn dýrsta’ og bezta’ af eigum mínum. Höskuldar með hjartablóði hún er skreytt og mínum tárum, máske seinna gœti’ hún, góði, glatt þitt hjarta’ í raunum sárum! — Særi’ ég þig viö sæmd og heiður, sœri’ ég þig við drenglund þína, særi’ ég þig við sárin Kristí, særi’ ég þig við harma mína: Láttu hefndar-log mót hinmi bála, Iáttu geysa útlegð, voða’ og dauða, sonu Njáls í sennu fellda stála, sverð þitt herði blóðið þeirra rauða! Höskuldar ef hefnirðu’ eigi hvers manns níðing skal þig kalla og þitt bölvað bleyði orðið berast skal um veröld alla. “ Flosi eins og dauðadæmdur drósar hlýðir orðum grimmum. Blóðlifrar um hálsinn hrynja hálfstorknar með blettum dimmum. Honum er sera hrímköld náttdögg falli háls sinn á, og uið’r á brjóstið renni,

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.