Freyja - 01.04.1906, Blaðsíða 22

Freyja - 01.04.1906, Blaðsíða 22
222 FREYJA VIII. 9. Barnaliió. Jón og Amma. Það Iá illa á Jonna litla þegar hann kom heim. Það var Hka von, því bæði hafði honum gengið hálf illa á skólanum og svo hafði hann misstigið sig svo fóturinn hafði undist um öklann. Amma sá líka und- ir eins að það var ekki langt frá honum að skjæla, til þess bentu meðal annars drættir í kringum munninn, sem eldra fólkið kallar .,skeifur.‘- En Amma hafði átt og alið upp marga drengi og vissi af eigin reynzln, að þeim kemur fátt ver en að fólk tali um að þeir gráti, og aðþeirdylja það í lengstu lög þegar það kemur fyrir, svo hún lézt ekkert sjá, en sagði einungis í sínum vanalega glaðlega tón; ,.Mér þykir vænt um að þú ert kominn, jonni minn. Heldurðu þú vildir ekki koma upp á herbergið mitt og hjálpa mér þar ofuil'tla stund?‘l Jonni var góður drengur ogæfinlega fús til að hjálpa ömmu sinni, Það var líka svo einstaklega skemmtilegt í bjarta ogrúmgóð.i herberginu hennarog hún sjálf svoddan ágætis amma. Hann staulaðist með henni upp á loft og þótti mjög vænt um að sjí að amma hafði kveikt upp í litla hitunarofninum sínum. Þegar þau voru bæði sezt, tóa amma sokka- körfuna sina barmafulla af sokkum, sem allir þörfnuðust viðgerðar að meiru eða minna leyti. Mikil ósköp flýtti það fyrir mér ef þú vildir þræða þessar nálar fyrir mig, Jonni minn. Ég er æfinilega lengi að því, þó ég liafi gler- augun mín,“ sagði amma: ,,Ég skal þræða hundraðnálar ef þú vilt, amma mfu. Stingtu þeim hérna í púðannþegar nálþráðurinn er búinn og svo skal ég þræða.1' sagði Jonni og tók nú að hýrna yflr honum. ,,Þetta vað góð uppfynding, þú ert skynsanurr píltur, Jonni minn,“ Jonni hristi höfuðið. ,,Því er nú ver, amma mín,“ sagði hann. „Ég veit ekki hvernig það er, en mér finnst ég ekki geta lært og nú hefi ég meitt mig í fótinn svo ég kemst ekki á skóla fyrst um 3inn.“ Nú varð ditítil þögn, Amrna horfði fast á sokkana sem hún var að bæta. Kannske hún hafi verið að hugsa upp ráð til að hjálpa Jonna. „Hvað er það sem þú getur ekki lært, Jonni minn?“ sagði hún loksins.

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.