Freyja - 01.04.1906, Blaðsíða 9
fiUlega enninu, og kristalltæru dropana sem læddust við og við niður á
kinnar hans, og í huganum sá hún hann, eins og hann var barn, þegar
hún hefði ölluin fremur átt að þerra tár hans og friða barnslega hjartað
hans. En hví var hún nú að hryggja sig yfir því sem liðið var? Atti
hún ekki heldur að gleðja sig við það sem var, og vera þakklát fyrir að
drengurinn hennar var nú hjá henni og að hann var eins drengilegur
og fallegur piltur og móðurhjartað gat framast óskað. Hún dró hann
til sín og þrýsti fyrsta móðurkossinum á varir hans — fyrsta síðan hann
var lítið meira en hvítvoðungur. Augu Imeldu fylltust tárum, og hún
leiddi systur sína að hljóðfærinu og bað hana syngjaeitt lag, ogá næsta
augnabliki svifu titrandi, hljómþýðir tónar að eyrum þeirra sem inni
voru, Eitt stutt augnablik var meira en nóg til að vekja athygli gest-
anna á söngkonunni, svo þegar þær systur litu við voru allra augu á
henni. Wilbur var að velta því fyrir sör hvar hann hefði séð hana.
Keyndar hafði hann aldrei séð hana, en það var ættarsvipur Imeldu er
hann kannaðist við.
,,Það er Cora,‘‘sagði Imelda til að leysa úr gátunnisem hann varað
glfma við, það nægði líka. Wilbur bað Coru nú að syngjameira og var
það auðfengið. Coru var venju fremur lött um að syngja þetta kvöld.
Lagið sem liún valdi var „Pílagrímurinn“ eins angurblítt og orðin voru
átakanleg. Þegar hinnstu tónarnir hurfu út í geiminn varð þeim systr-
um litið út í gluggann, sem blæjan hafði enn ekki verið dregin fyrir, og
virtist þeim nábleikt andlit sem allra snöggvast þrýsta sér að rúðunni.
Sem alira snöggvast, en svo var það horfið, en í huga beggja systranna
fiaug sama setningin n. 1. þ.: Eg vona ekki,
Ó. hví líkt líka andlit! Imelda þaut út að glugganum og horfði út
í myrkrið, en sáekkert. Var það missýning eða ímyndunein? Það var
líklegt, fyrst engir aðrir höfðu orð á að hafa tekið eftir því.
Nú kom Alica til, bað gesti sína og heimamenn koma fram í stofu
og neyta kveldverðar. Þegar allir voru að borðum seztir spurði West-
cot hver gestanna vildi nú skemmta með því að segja ferðasögu þeirra,
sem hann kvaðst viss um að mundi eins skemmtileg og viðburðarík og
góð saga. Wilbur brosti og kvað ekki mikið að segja. Kári hefði að
vfsu tept ferðir þeirra nokkuð lengi,og þar eð hann væri enginn höfðingi
þegar til bjai'græðisútláta kæmi hefði fólkið þá mest óttast vista-
skortinn,
„Það var komin nótt þegar lestin stanzaði í snjónum, þegar morgn-
aði sáum við ekkert nema óslitna snjóbreiðu eins langt og augað eygði.