Freyja - 01.04.1906, Blaðsíða 23

Freyja - 01.04.1906, Blaðsíða 23
VIII. 9- FREYJA 223 „En óhræsis reikningurinn, og svo man ég aldrei töílurnar,“ „Hvernig væri að búa til reikningstöflur úr nálunum þeini arna. Fyrst telur þú þær allar, svo skiftir þú þeim í hópa eða raðar þeim í taðir eins og töflurnareru, þú getur fest tvinnaendann á ketíinu um stólinn og svo brugðið tvinnanum milli nálaraðanna, sem þú þá skiftir á ný í tvo, þrjá, fjóra, og tvisvar einn, tvisvar tvo, tvisvar þrjá og tvisv- ar fjóra, og það alla leið upp í----- „Tuttugu,“ greip Jonni fram í, Þetta var alveg spinný að.'erð og eitthvað svo dæmalaust gaman, enda gekk Jonnanú dæmalaust vel með töflurnar, Þegar þeitn fór að leiðast þetta bað amma Jonna að segja sér eitthvað scm fyrir hann hefði borið. Þetta þótti /onna óviðjafnanlegt, sétstaklega af því að hann var nýbúinn að sjá nokkuð sem honum þ5ttí verulega sögulegt og langaði út af líflnu til að segja cinhverjum frá, sem skildi hann og hefði gaman af sögu hans. „I morgun þegar ég gekk fram hjágömlu Baptislakyrkjunni heyrði ég allt í einu hlunk tétt fram undan mér á stóttinni. 0g hvað heldurðu að það hafi verið'? — Ekki nema grá rotta. Og þarna lá hún hreifing- arlaus því hún hafði rotast við fallið. Svo kom heill hópur afsmáfugl- um ofan úr gainla kyrkjuturninum 0g kroppuðu hana alla utan þangað til hún var steindauð, ef hún var það ekki áður. Fuglarnir höfðu sem sé veitst að henni og rekið hana úr turninum.“ „Ertu nú alveg viss um að fuglarnir hafi rekið rottuna úr turnin- uin?“ sagði amma háif efablandin. „Ó já, alveg viss. Því þeir gjöra allttil að vernda ungiina sina 0g nú voru þeir nýskriðnir úr skurninu, svo fuglarnir urðu að losa sig við rottuna eða eiga á hættu að hún æti ungana þeirra.“ ,,/æja, það er nú samt nokkuð skrítið,“ sagði amma., ,En skrifaðu þetta nú í minnisbókiníi þína, það er ágætt efni i stíla.“ „í stíla! Það er ágætt. Eg áæflnlega svo bágt með að fá efnið f þessa stíla.“ „Jæja, skrifaðu það þá eins vel og þú getur jafnótt og þú segir mér það, ogég er viss um að það verður skeinmtilegra en margt annað sein þið skrifið um, en skiljið ekki til hlýtar og leiðist kannske í tilbót," sagði amma. /onni skrifaði af kappi þangað til klukkan hringdi til miðdagsverðar, Seinni hluta dagsins lásu þau um stríðið railli Rússa og Japana og stúderuðu kortið til að sjá afstöðu herflokkanna. í heilan mánuð gekk/onni einungis á skóla til ömmu. Að þeim tíma liðnum var honum svo batnað í fætinuin að hann fór aftur að

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.