Freyja - 01.04.1906, Blaðsíða 1

Freyja - 01.04.1906, Blaðsíða 1
SL VIII. BINDI. 1906. TÖLUBLAÐ 9. FLOSI og HILDIGUNNUR. Skjöldum eru sköruö skálaþilin, tjölduö fegurstu dúkum aö fornra tíma siö. Skipar skorna bekki sköruglegast mannval.— Hljótt talast Flosiog HildigunnurviS. HvaS er nú? Áhyggju- ógnþrungin ský ennið hans, svipinn hansskyggja,— kynlega tindrar nú augum hans í eitthvað, en fáránleg gremja er í því. Skyldi’ann á hefndarráð hyggja? Hvað er Hildigunni? hvarmar brenna’ í tárum,— skapið er hefndþrungið, hjartað bólgið sorg. Ástin heit og heiftin, hugarkvölin, þrekið tefla um völdin í hennar hugarborg. Björt er hún ásýndum, ægileg þó, æst sem hin freyðandi bára. firrt er nú brjóst hennar friðnum og ró,— fylgdu þau Höskuldi þegar hann dó og blóðlöðrið sá hún hans sára.

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.