Freyja - 01.04.1906, Blaðsíða 19

Freyja - 01.04.1906, Blaðsíða 19
VIII. 9- FREYJA 219 Nokkrar fyrirspurnir hafa Freyju borist á þessum útlíSandi mánuði um þaS, hvort síSasta Manitobaþing hafi virkilega svift giftar konur sem höfSu lögleg eignaskilyrSi, atkvæSisrétti í bœja og sveitamálum. Allir meiga reiSa sig á aS svo er víst. En þingiS bœtti úrþví meS því aS gefa eigendum slíkra kvenna tvö atkvæSi í staSin! Reynzlan hefir sýnt aS atkvæSi kvenna verSa ekki keypt. En kvaSan kom þinginu réttur til slíks, meSan engar kvartan- ir heyrSust yfir misbrúkun kvenna á þessum rétti? ÞaS er annars merkilegt að Heimskringla skyldi ekki fræða lesendur sína um þessa dásamlegu lagabreytingu. Hún hefir þó aldrei skammast sín fyrir hana ? ! Nú œtti ,,Málrún“ aS syngja stjórninni lof og dýrS fyrir vikið, því ef þetta er ekki hæfilegur þakklætis og virSingarvottur frá stjórnarinnar hálfu fyrir allt meShaldið, þá veit ég ekki hvaS er hæfilegt. Ensku konurnar í Manitóba álíta þetta tiltœki þingsins ekki þakklœtisvert, þaS sýna hin kröftuglegu andmæli þeirra í blaSinu ,,Free Press. “ Skyldu allar slíkar greinar fara fram hjá íslenzka kvennfólkinu í Manitoba? Mörgu — ekki öllu, sem betur fer- í Lögbergi 5. þ. m. stendur í stefnuskrá frjálslynda flokksins undir liSnum ,,Bindindi, “ meSal annars þetta: Aðgiftum konum, sem hafa nauðsynlcg eignaskilyrcH skuli endurveittur atkvœSisrcttur um slik i/iál. n. 1. Bindindismálið. ÞaS sannast víst á oss konunum að litlu verður Vöggur feg- inn. Hví tók frjálslyndi flokkurinn þaS ekki upp á sig að bjóðast til að veita konunum allt sem Afturhaldsflokkurinn stal af þeim? HvaS skyldu piltarnir okkar gjöra ef næsta þing toeki af þeim atkvæðisréttinn? —Berjast!

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.