Freyja - 01.04.1906, Blaðsíða 12

Freyja - 01.04.1906, Blaðsíða 12
212 FREYJA VIII. y. síðan að hann gfat trúað þeira fyrir sjálfum sér, þá gat hann ekki stillt sig um að spyrja í þettaeina skifti hvar þær hefðu verið kvöldið eða nóttina áður, þar sem þær komu ekki heim fyren undir morgun. Imelda sagði sem var, að þær hefðu beðið eftir gestum Westeots sem komu með snjóteptu iestinni og að það hefði taflð þær ásamt fleiru. Hana langaði til að segja honum um komu sonar hans en þorði það ekki, hún leit til systur sinnar og bætti svo við; „Ekki er heldur ómögulegt að þér hefði sjálfum þótt þess virði að bíða hefðir þú eins og við vitað, að einn af ge.stunum væri WilLur Wallace.“ ,,Hvað segírðu?“ sagði gamli maðurinn og setti kafftboliann sinn á borðið sem hann var í þann veginn að súpa á. Imelda endurtók nafnið. „Meinarðu virkilega að segja að bróðir þinn hafi komið/“ Imelda hneigði höfuðið til samþykkis, en þorði naumast að líta til föður síns, en samt gjörði hún það og varð ekki lítið liissa er hún sá hve honum var biugðið. í klökkum róm endurtók hann nafn sonar sínsog hallaði höfðinu fram á borðið og var nokkra stund í þeim stellingum. Loksins stóð hann upp og fór þegjandi út. Um kveldið var hann venju fremur fálátur, en ekki svaraði hann konu sinni neinu er hún frétti um heilsu hans. Svo liðu nokkrir dagar að ekkert bar til tfðinda annað en það, að á hverju kvöldi eftir að önnum dagsins var lolcið, kom ungur vaskleg- ur maður akandi í sieða sem tveir striðaldir gæðingar gengu fyrir, og tók þær systurnar með sér. Stundum var iíka annar maður við hlið ung- lingsins, mikill vexti, fríður sýnum og hinn prúðmannlegasti og benti sérhver hreyfing á andlega og líkamiega heilbrigði, En einmitt uin þetta sama leyti á hverju kvöldi mátti sjá roskinn mann standa við gluggann sem vissi að akbrautinni og horfa á gestina þar til þeir fóru, og rétt fyrir miðnætti var hann til taks á saina stað, því þi vissi hann þeirra aftur von. Maður þessi var Elmir Wallace, Undir eins og hann frétti um nærveru elzta sonar síns, greip hann ómótst.æðileg þrá að sjá hann og kynnasí honmn, en hann halði ekki skap til að leita þess að fyrra bragði. Hann gat ekki annað en sö3 mismuninn á fyrri og seinni konu börnunum, Fyrri konu börnin voru glaðlynd og liraustleg, þar sim hin síðari voru óhraust og geð^tirð. Hómer, elzti sonurinn af yngri börnunum átti að útskrifast úr skóla þetta vor,hætti að gefasig við náin- inu og sinnti engu. Systurnar, Hetti og Adelía voru ekki sendar á skóla af sömu ástæðu og Hómer, yngsta barnið var tekið til augnanna, þol- laus og veiklulegur, Foreldrar þeirra voru næsta áhyggjufull út af

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.