Freyja - 01.10.1906, Blaðsíða 4
52
FREYJA
IX. 3.
ALHAMBRA.
(Brot úr ferðasögu eftir G. C. Bartlett.)
Þegar ég kom til Granada og sá fjöllin snjótyppt eins og
hallast yfir borgina, minntist ég þess a8 nafniS Sierra Nevada
er dregiö af hinni eilífu hvítu er þar ríkir á öllum tímum árs.
Já, ég hefi komiS til Granada og séS höllina í Alhambra, sem
skáldin Prescott, Irving, Hugo, Hay og Byron ásamt mörg-
um öðrum hafa gjört ódauölega í söng og sögum. Og hvaö
er hún svo, þessi heimsfræga borg? Rústir, ekkert nema
rústir frá dögum Máranna, sem einhverntíma á 8 öld e. Kr.
lögSu Spán undir sig, og sem um hálfan tug alda báru á herS-
um sér menningu heimsins. Márarnir, eins og Grikkir og
aörar stór þjóöir heimsins, áttu sögu, þrungna af sigurfrægö
og snilld, sína gullöld. En svo kom hnignunin og siBast al-
gjört hrun. Þeir hurfu úr sögunni, hallir þeirra eru einungis
minjar um horfna dýrö, er sigurvegararnir benda nú öðrum
þjóðum á til sönnunar því, hve miklir þeir hafi oröiö aö vera,
er sigruöu slíka höföingja.
Alhambra stendur uppi á hárri hœö, umkringd skógi, listi-
görðum, runnum og blómabeöum. Milli listigaröanna, blóma-
beöann og runnanna eru gangstígir og sumstaðar breiöar ak-
brautir. Af miðhæðinni er ágætt útsýni og sézt þaðan ofan
yfir alla borgina. Upprunalega var Alhambra einungis vígi,
umgirt háum múrum, var fyrsti herkastalinn þar byggður ein-
hverntíma á 9. öld, en eftir það reis upp hver kastalinn á
fœtur öörum, þar til um miöja þrettándu öld að sultaninn Ib-
en-el-Ahmar lét reisd sér þar höll, er taka skyldi fram að list,
fegurð og mikileik öllu er samtíöin þekkti. Þetta var heims-
fræga ,,höllin í Alhambra’* og þessa höll kallaði hann n. 1.
sultaninn, Kasru-l-hamia, eöa höll sultansins. Fylgdarmað-
urinn sýndi okkur Hiið réttvísinnar, höll Karls fimmta, sendi-
herra höllina, Ljóns-höllina, Hinar tvœr systur, höll sultan-
innunnar, Lindaraja og fl. Þaö er helzt ómögulegt að lýsa
snilldinni og feguröinni er enn þá skín hvervetna á þessum
for minjum Máranna. Á hebresku, grafin í salhvelfingarnar
°g 'eggina má hvervetna sjá þessi orö: ,,Guð einn er sig-
urv irinn. “