Freyja - 01.10.1906, Blaðsíða 8
56
FREYJA
IX. 3-
hann borgaði fyrir sig, hafði aldrei peninga með sér. En það
sagði hún, að hefði verið í síðasta sinni sem hún hefði farið
peningalaus út.
Að vísu eru þetta einstök dœmi og þess vegna ekki þess
verð að takast til greina nema máske til að hlœgja að. En
það sem ég vildi segja við stúlkurnar er þetta: R eynið að
vera fjárhagslega sjálfstæðar. Þegar þér farið út að skemmta
yður þá borgið yðar hlut af kostnaðinum, svo þér getið œfin-
lega haft góða samvizku af því, að hafa aldrei spilað upp á
peninga eða neitt annað með tilfinningar yðar eða annara.
Þér hafið rétt til að njóta lífsins, svo framarlega sem nautnir
yðar skaða hvorki sjálfar yður né»aðra líkamlega eða andlega.
Ó, hve innilega langar mig til að tala við yður augliti til aug-
litis og benda yður á hœtturnar sem leynast bak við fjárhags-
legt ósjálfstæði, og hvort þœr geta leitt og hvert þær hafa því
miður stundum leitt. Ég vildi og meiga benda yður á, hve
dýröleg og upphefjandi að sé sjálfstæðistilfinning mannsins,
Ég vildi alvarlega minna foreldrana á að glæða sjálfstæðistil-
finninguna hjá dœtrum sínum alveg eins og hjá sonunum.
Þœr ættu ekki að vera nauðbeygðar til aö giftast fyrst-bjóð-
anda til að eignast heimili. Kennið dœtrum yðar að vera
sjálfbjarga og munu þær þá eiga meiri þátt í að velja sér maka
en oft á sérstað.
Margir finna til þess að piltar njóti meira lífsins en stúlk-
ur og er nokkuö í því- Orsakast það af fjárhagsástandinu,en
út í þá sálma œtla ég ekki að fara. En því get ég þess hér,
að það er aðal ástœðan fyrir þessum ríkjandi og oft skaðlega
vana, að stúlkur þiggja svo mikið að piltum •—eru nœstum
nauðbeygðar til að gjöra það. Það er og oft talað um að
karlmenn séu ríflegri í fjár-útlátum en kvennfólk, sérstaklega
þá um gjafir eða samskot er að ræða. Einnig þetta kemur
af því, að kvennfólk hefir fé af skornari skammti en karlmenn
—verður að sækja það til karlmannanna, dóttirin til föðurs-
ins og eiginkonan til mannsins. En vinni það fyrir kaupi, er
það oftast lœgra en kaup karlmanna. Og að endingu er kon-
an háðari tízkunni og það kostar stúlkurnar okkar meiri tíma
ogpeninga að elta hana en piltana. Afleiðingin er sú, að þær
njóta sín ekki, verða að sætta sig við ýmislegt sem ísjálfusér
er niðurlægjandi. Ég hefi lauslega snert við nokkrum atrið-
um er endilega mœta ungum stúlkum, og þótt þau kunni að
virðast smá, þá er framtíð margrar stúlkunnar byggð á því
hvernig þær fara með þessi smá atriði. Nœst œtla ég að tala
um ungarkonur Og mæður.