Freyja - 01.10.1906, Blaðsíða 5

Freyja - 01.10.1906, Blaðsíða 5
ix. 3- FREYJA 53 Nœst skoðaöi ég klaustrið rétt fyrir utan borgina. Það heitir Cartjua og er hin veglegasta bygging, skrautleg og full af skrauti og skrautlegum munum og listaverkum utan og innan. I sambandi viö þetta klaustur eru tvö stór bœnahús og biskupssetur. Maöur getur nœstum oröiö kaþólskur af aö sjá þessi undursamlegu meistaraverk, því fegurðin fram- kallar lotningu og lotningin tilbeiðslu. Manni virðist sem Kaþóiikar hafi á klaustri þessu verið að keppa viö fyrirrennara sína, Márana, í byggingalistinni. Á klaustrinu eru mjalla- hvítar súiur, ofan yfir þœr grúfa sig fagurlega gjörðar engla- og helgra manna myndir og milli þeirra er allskonar rósaverk grafið í fínustu viðartegundir eða marmara og glittir hér og hvar í dýrmæta gimsteina innan í þessu rósaverki. Manni veitir hægt að gleyma sér og tímanum þegar við auganu blasa slík listaverk. Á Alhambra hœðinni fjær borginni búa Gypsarnir,-— fólkiö sem segir fyrir örlög manna og syngur tötrasöngva sína. Það grefur sig inn í hæðina og velur sér þar helzt bústað sem berg er fyrir, því þar er kaldara á sumrum og saggaminnst á vetrum. Hvorki er þetta fólk fallegt eða skemmtilegt að undanskildum sumum stúlkubörnunum,þau'geta verið töfrandi á vis*u aldursskeiði. Mér þótti slœmt að geta ekki séð nautaatið á Spáni, sem svo miklar sögur fara af. Eftirþví sem mér skilst ergrimmd- in, sem á að vera því samfara, mjög orðum aukin. Og þó nokkur aflóa hross og nokkrir ungir bolar meiðist í þeim leik, þá jafnast það enganvegin við hnefaleika-bardagana (prize- fights), sem fara fram í öðrum evrópiskum löndum og í Am- eríku og þúsundir manna ílykkjast að til að sjá, að ég ekki nefni svertingjamorðin í suður-ríkjunum. Jafnvel þó svert- ingjarnir hefðu unnið til lífláts, afsakar það ekki aðferðina er þúsundir hvítra, kristinna manna safnast saman í þeim eina tilgangi að horfa upp á, og ef mögulegt að auka á kvalir og dauðaangist vesalings svertingjans sem fyrir því verður í það Og það sinnið. Spánn eins og Grikkland tilheyrir liðna tímanum. Aðr- ar þjóðir skipa nú það sœti er það eitt sinn skipaði. Spánski

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.