Freyja - 01.10.1906, Blaðsíða 6

Freyja - 01.10.1906, Blaðsíða 6
54 FREYJA IX. 3. herinn samanstendur mest megnis af drengjum. Landiö er strjálbyggt þó fagurt sem til forna. Þar er drykkjuskapur ó- þekktur og eru vínföng þar þó lítiö dýrari en vatn. Oll er þjóðin kaþólsk að heita má. Konur láta þar lítiösjá sig, þœr eru feitlagnar og ekki fallegar, nema augun, þau ern vanalega falleg og þeirri fegurð halda spánskar konur oft til dauðadags. I stórborgunum á Spáni ægir öllum flutningsfærum saman. A helztu götum Granada má t.d. sjá samhliða rafmagnsspor- vagna af nýjustugerð og limastirða uxa með 17 aldar aktýjum. TIL UNGRA Sl'ÚLKNA OG MÆÐRA. Eftir Unni. Þaö er algengur siður að piltar bjóði stúlkum með sér á dansleika, leikhús og aðrar skemmtanir. Ogþó þaðse ekki nema að ganga út sér til skemtunar, þá er það vanalega pilt- urinn sem býður stúlkunni, en ekki stúlkan piltinum. Bygg- ist þetta auðvitað á sama grundvelli að mestu eða öllu 'eyti og það, að piltar biðja sár stúlkna, en stúlkur ekki pilta. Með öðrum orðum, piltarnir eru með þessu að leita fyrir sér hvort sem þeir gjöra sér grein fyrir því eða ekki. Annaö sem liggur hér til grundvallar er og það, að piltar hafa vana- lega meiri fjárráð en stúlkur. Þeir standa Iíka vanalega kostnaðinn af slíkum skemmtunum,þi um kostnað er aðræða. Til eru þó nokkrar stúlkur, sem betur fer, of sjálfstœðar— of stórar og sjálfstœðar til að þiggja þess konar gjafir —því gjafir eru það —og borga œfinlega sinn hlut af kostnaðinum, og er það rétt. því ,,allar gjafir þiggja laun. “ Stúlkur, sem sí og œ taka út skemmtanir meira og minna kostnaðarsamar á annara kostnað, verðaþeim óbeinlínis skuldbundnar er þær þiggjaað, og hefir margur misskilningurinn af slíku hlotist, báðum hlutaðeigendum skaðlegur, fyrir utan það, að slíkt er mjög niðurlægjandi fyrir stúlkurnar sjálfar. Piltunum, sem leggja fram féð, finnst þeir óháðir, sem von er, þvíþeir borga þá ánægju fullu verði, að vera með stúlkunum. Stundum fer svo, að stúlkunum fer að þykja vænt um þessa pilta og álíta sennilegt að þeir ekki legðu svo mikið fé og tíma í sölurnar

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.