Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis - 01.01.1971, Blaðsíða 22
HERRA SIGURBJORN EINARSSON:
Guði séu þakkir
Rœða við biskupsvigslu síra Péturs Sigurgeirssonar i Hóla-
dómkirkju 24. ágúst 1969.
Guði séu þakkir, sem gefur oss sigurinn fyrir Drottin
vorn Jesúin Krist. ( (1. Kor. 15, 57).
I.
Þessi orð hafa leitað á huga minn, ég gæti sagt: Verið
gefin mér, oftar en einu sinni að undanförnu. Hvernig? Eg
get ekki svarað því. Ég hef átt helguð augnablik með söfn-
uðum í fjarlægum landshluta. Ekki var þessi ritningargrein
neins staðar skráð sýnilegu letri. Því siður myndi hún þykja
nærtæk einkunn eða auðkenni á nokkurn veg, ef litið er á
hið ytra. Varla væru það kirkjur og það líf og starf, sem þeim
er tengt, sem mönnum kæmi í hug, ef rekja ætti ummerki
um sókn og sigra á vorri tíð. Framfarir eru augljósar á flest-
um sviðum. Þjóðin hefur verið á sigurgöngu. Þess sjást
gleðileg merki hvarvetna. Fátæktin landlæga á Islandi er úr
sögunni. Ekki alveg að vísu. En sú fátækt, sem nú er til, er
svo fjarri alfaraleið þjóðlífsins, að hún skyggir lítið á hina
almennu velsæld. Og meðal þess fáa, sem er verulega fátæk-
legt á íslandi nægtanna, eru sumar kirkjurnar til og frá í
byggðum landsins. Slíkt skyggir lítið á, úr því að annað er
í framför.
En svo getur það gerzt í einhverju slíku húsi, að undan
tötrunum, nei, innan úr heimi þess djúpa, sterka friðar,
sem er handan alls, hvort sem er skrúð eða tötrar, handan
allra óma og mishljóma, berist þessi stillta en alveg ómót-