Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis - 01.01.1971, Blaðsíða 109
T í Ð I N D I
1 13
Aðaldal daginn eftir var ég hugfanginn af víðáttu dalsins,
viitnum og gróðri. Kom ég þá sérstaklega auga á Vestmanns-
vatn, hólmana og trén og hlíðina suður af Fagranesi. Var þá
eins og hvíslað að mér, að þessi væri staðurinn.
Eftir heimkomuna hringdi ég strax í séra Sigurð Guð-
mundsson á Grenjaðarstað. Land þetta er í heimasókn hans.
Sagði ég honum, hvað mér hafði dottið í hug. Alltaf man ég,
hverju hann svaraði:
,,F.g hefi lengi hugsað um þetta sama.“ — Hann hafði fyrst-
ur manna komið auga á staðinn fyrir sumarbúðir.
Á aðalfundinum að Grenjaðarstað árið eftir var málefni
sumarbúðanna einkum til umræðu. Fyrsta sumarbúðanefnd-
in var þá kosin. Formaður hennar var séra Sigurður Guð-
mundsson, séra Sigurður Haukur Guðjónsson á Hálsi í
Fnjóskadal og Völundur Heiðreksson frá Æskulýðsfélagi
Akureyrarkirkju. Séra Sigurður hefir æ síðan haft forystu
sumarbúðastarfsins og uppbyggingu á Vestmannsvatni. Frú
hans, Aðalbjiirg Halldórsdóttir, hefir stutt hann með ráðum
og dáð og sýnt þessu málefni mikinn áhuga og fórnarhug.
Eiga prófastshjónin að Grenjaðarstað allra þökk fyrir þeirra
ómetanlega framlag til þessa máls. ÆSK má um aldur og ævi
muna þeirra fórnir og umhyggju í garð sumarbúðanna.
Þá vil ég nefna ábúendur í Fagranesi og Fagraneskoti,
hjónin Sigurð Guðmundsson og Guðnýju Friðfinnsdóttur,
Jón Þórarinsson og Unni baldursdóttur, svo og Þuríði Guð-
mundsdóttur. Þeim eigum við miklar þakkir að gjalda, sem
gáfu ÆSK landrými á fögrum stað við vatnið. Þau hafa sýnt
mikinn skilning á starfinu og landið, sem þau létu sumar-
búðunum í té, verður ætíð fagur vottur um þeirra góðvild
og kærleik.
Byggingafulltrúinn á Akureyri, Jón Geir Ágústsson, teikn-
aði byggingarnar. Frá upphafi hefir ÆSK féngið að njóta
hæfileika hans og skipulagsgáfu. Fyrstu teikninguna fól hann
Rotaryklúbb Akureyrar að gefa sumarbúðunum með því að
ánafna klúbbnum teikninguna. Verk þessa velunnara æsku-
8