Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis - 01.01.1971, Blaðsíða 24
28
T í Ð I N D I
fyrir Drottin vorn Jesúm Krist er kirkja á íslandi, fagnaðar-
erindið, lífsins brauð og Ijóssins orð. Fyrir Drottin vorn
Jesúm Krist ertu ekki spurður, hvað þú hafir að gefa eða
fram að leggja. Það er fyrst spurt um hitt, hvað hann megi
gefa þér, hvort þú viljir þiggja sigur hans, viljir láta hans
eilífa líf sigra þig.
II.
Þakkargjörð postulanna kemur ekki án undirhúnings eða
fyrirvaralaust. Hann hefur í kaflanum, sem lyktar með þess-
um orðum, dregið fram þær frumstaðreyndir, sem kristin
trú grundvallast á: Kristur krossfestur og dáinn vegna vorra
synda, Kristur upprisinn frá dauðum. Guðs kærleikur, Guðs
líf hefur hrotizt fram með nýju afli og mun héðan í frá læsa
sig um allar æðar hins sýkta mannkynslíkama, unz allt er
heilgað og bætt, Guð orðinn allt í öllu. Lífsorkan úr ríki
upprisunnar var staðreynd í þessum heimi. Hún sagði til
sín hverju sinni, sem hugur lauk sér upp fyrir orði krossins,
hún sagði til sín við skírnarlaug og Drottins borð, hún var
að verki hvar sem Kristur náði að snerta og vekja og skapa
sér kirkju, samfélag í trú, tilheiðslu og kærleiksþjónustu.
Hitt vissi Páll líka, þegar hann skrifaði þessi orð sín, að
sigrar hins upprisna voru eins og blaktandi blys, dreifð og
smá, í veröld, sem sá þau ekki, í heimi, sem hélt sína leið
eins og ekkert hefði gerzt. Annálar samtímans nefna ekki
Iietlehem, Golgata né gröfina tæmdu. Það tók því ekki.
Stjórnmálin höfðu annað að sýsla, listin öðru að sinna,
menningin við annað að fást. Og allt er þetta gleymt, eins
og gjálfur þeirrar golu, sem ýfði stráin í Skagafirði fyrir
þúsund árum.
Páll og aðrir postular þekktu sína samtíð allt eins vel og
vér vora. Jesús Kristur sagði sjálfur: Guðs ríki kemur ekki
svo, að á því beri. Hann líkti því við mustarðskorn og súr-
deig. Krafturinn, sem þar verkar, er hljóðlátur, en sigrar
samt. Eitt lífsins sáð í mold hefur ekki hátt. Þemban hneigir