Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis - 01.01.1971, Blaðsíða 121
T í Ð I N D I
125
æskulýðsfáninn er í kapellu Akureyrarkirkju og varðveittur
þar. Er hann saumaður af konunni minni. Síðar var
bætt inn í fánann geislum út frá krossinum, en hin npp-
runalega gerð hans, með hvítum grunnfleti
og bláum reit umhverfis livítan krossinn, er
orðin fast mótuð. Fáninn hefir náð hylli og
almennt notaður í æskulýðsstarfinu. Er það
ánægjulegt. Veiðarfæraverzlunin Geysir í
Reykjavík og Saumastofa Gefjunar á Akur-
eyri liafa búið til allmarga fána í tveimur stærðum.
Merki sambandsins er því sem næst eins og hið þekkta
merki Lúterstrúarmanna, Lútersrósin. Einar Helgason
teiknikennari á Akureyri teiknaði merkið og felldi þar inn
skammstöfun ÆSK. — Kemur vel til álita, að önnur sam-
bönd, sem kunna að verða stofnuð, fái einnig þessa skamm-
stöfun og síðan til auðkennis nafn viðkomandi félagssvæðis.
Væri hugsanlegt, að hvert einstakt félag notaði skammstöfun
þessa með nafni þeirrar kirkju, sem félagið er bundið við
og starfar í.
ÆSKULÝÐSDAGURINN
Nokkrum árum áður en ÆSK var stofnað, voru nokkrir
prestar í Eyjafirði og Þingeyjarsýslu, sem ákváðu að messa
samtímis einn dag á ári með þátttöku ungs fólks sérstaklega.
Kom brátt í ljós, að tilraunin bar góðan árangur. Voru það
einkum skólanemendur, sem sóttu kirkju með kennurum
sínum og skólastjóra.
Tilgangur þessara sameiginlegu messudaga var sá, að
vekja hug unga fólksins til áhuga á kirkjugöngu ekki aðeins
þann eina dag, heldur að leiða athygli þeirra að gildi safn-
aðarlífs á vegum kirkjunnar og sérstaklega mikilvægi þess,
að taka þátt í almennri guðsþjónustu safnaðarins.
Prestarnir leituðu aðstoðar unga fólksins, kennara og for-