Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis - 01.01.1971, Blaðsíða 78
82
T í Ð I N D I
safnaðarins í guðsþjónustunni og almennt safnaðarstarf, með
þeim ráðum, er bezt þykja hverju sinni.
V. Safnaðarráðið heldur fundi eins oft og þurfa þykir
og séu þeir tengdir guðsþjónustunni.
Safnaðarráðið er svo ungt, að það hefir aðeins stigið fyrstu
skrefin, og þó hygg ég að það hafi þegar orðið til mikils
góðs, og á vonandi eftir að verða til aukinnar blessunar.
Mun nú nefnt nokkuð af því, sem gert hefir verið:
Til þess að hjálpa þeim, sem aldraðir eru og af einhverj-
um ástæðum eiga erfitt með að komast til kirkjunnar, var
komið á fót bílaþjónustu. Einn úr Safnaðarráðinu tekur á
móti pöntunum á sunnudagsmorgni, en Kiwanisklúbbur-
inn Kaldbakur bauðst til þess að annast aksturinn.
Organisti og listafólk úr bænum fluttu í messum ýmis
tónverk og fegruðu þannig samverustundirnar.
Hafin var útgáfa Safnaðarbréfs Akureyrarkirkju og það
borið í hverja íbúð í bænum. Með því er reynt að glæða
safnaðarvitund og örva kirkjusóknina.
Skrifað var til þeirra, sem fermdust fyrir 10 og 20 árum
og þau boðin ásamt fjölskyldum til ákveðinnar guðsþjón-
ustu. Einnig var foreldrum væntanlegra fermingarbarna
skrifað og óskað eftir samstarfi við fermingarundirbúning-
inn, m. a. með þátttöku í fjölskyldu- og æskulýðsmessum,
sem eru mánaðarlega.
Þá hafa félög hafið fundi sína með þátttöku í messu o. fl.
Reynt verður að sjálfsögðu að leita eftir fleiri leiðum til
þess að örva safnaðarlífið.
Guð, sem vöxtinn gefur, biðjum við að blessa þá við-
leitni.