Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis - 01.01.1971, Blaðsíða 44
48
T í Ð I N D I
myndað að aðalefni. Efni þess var tvíþætt, annars vegar
guðspjöllin og hins vegar Postulasagan og postullegu bréfin.
Efni þess varðveittu söfnuðirnir svo af mesta trúnaði í hand-
ritum. Fræðimenn hafa fullyrt, að fátt eitt sé jafn vel varð-
veitt frá svo löngu liðnum tímum, eins og efni Nýja-testa
mentisins. Talið er, að til séu samtals um 2700 pergament-
handrit af Nýja-testamentinu frá ýmsum tímum. Tvö þau
elztu eru talin Codex Sinaitikus oð Codex Vaticanus. —
Fræðimönnum telst svo til, að C. Vaticanus sé allt að 50
árum eldra. Það dregur heiti sitt af varðveizlustað þess,
Vaticanska bókasafninu. Lýsingu á því hefi ég lesið í bók,
og hljóðar það þannig í lauslegri þýðingu: „Af þrídálka
blöðum þess, 27 sm háum og breiðum, eru 759 blöð sem
geyma meginefni Gamla-testamentisins og á 142 blöðum er
Nýja-testamentið, þ. e. guðspjöllin, postulasagan, almennu
bréfin og Pálsbréfin, svolítið vantar á Hebreabréfið.“ —
Menn gera ráð fyrir, að handritið sé eitthvað í sambandi við
son Konstantíns og sé því frá því snemma á 4. öld. Tímabilið
frá því guðspjöllin eru fyrst rituð til þess tíma, að þau eru
skráð í þetta elzta handrit, sem varðveitzt hefir í heild, eru
200 til 250 ár. Á því tímabili voru skráð mörg papírushand-
rit, sem slitur eru til af. Þessi slitur sýna, hve óbreyttur text-
inn er. Út frá rannsóknum á því og margvíslegum saman-
burði, hyllast fræðimenn að því áliti, að lítil eða engin
röskun sé á rithætti frá því að sjónarvottar skráðu og allt
til þessa.
Vér getum því í dag tekið oss Nýja-testamentið í hönd
og flett blöðum þess og lesið heilög orð þess fullviss um, að
efni þess sé komið óbreytt frá Jesú Kristi, Erelsara vorum,
skráð af vottum hans, varðveitt af kristinni trúmennsku og
rétt trúarbók fyrir kirkju vora í alla staði.
(Heimildir: Kirkjusaga Evsebiusar, Ein Kreuz und taus-
end Wege eftir Orthbandt og Teuffen, Enc. Britannica
m. a.).