Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis - 01.01.1971, Blaðsíða 92
96
T í Ð I N D I
búnað, sem hún nú liefur. Húsið var þá allt málað, en kostn-
aðurinn var greiddur með frjálsum framlögum safnaðarins
sem gjöf til kirkjunnar á 120 ára afmæli hennar. Tveimur
árum síðar var rafmagn leitt í kirkjuna til lýsingar og hit-
unar. Var það gjöf þeirra hjóna, Bernharðs Stefánssonar og
Hrefnu Guðmundsdóttur.
Bakkakirkja er ekki auðug af kirkjugripum. Auk nokk-
urra fágætra bóka, má þó nefna nokkra gamla og merka
gripi, sem fylgt hafa eldra kirkjuhúsi, svo sem altaristöflu,
prédikunarstól, Ijósahjálm yfir kórdyrum, ljósastjaka á alt-
ari, silfurkaleik og annan búnað við altarisgöngu. Ekki er
vitað með vissu um aldur sumra þessara gripa, né hvenær
kirkjan hefur eignazt þá, en prédikunarstóllinn ber ártalið
1703, gefinn af Lárusi Scheving, altaristaflan frá 1702.
Af yngri gripum má nefna t. d. skírnarfontinn, sem gefinn
var af Guðnýju Jónsdóttur, fyrrverandi hrisfreyju á Engi-
mýri til minningar um látinn eiginmann og börn, silfur-
kertastjakana, sem gefnir voru til minningar um hjónin á
Bakka, Ólöfu Guðmundsdóttur og Þorstein Jónsson, — frá
börnum þeirra. En auk þessa, sem hér hefur verið getið, hafa
Bakkakirkju Irorizt ýmsar minningargjafir, allt fram á síð-
ustu ár, bæði peningar og góðir gripir, sem hana hefur
styrkt og prýtt.
Orgel var fyrst keypt til kirkjunnar árið 1885 og var fyrsti
organistinn Jóhannes Jóhannesson, Hrauni. Orgelið, sem
nú er í notkun, var keypt árið 1960.
Kirkjusöng hefur að mestu verið haldið uppi af sóknar-
mönnum sjálfum. Organistar voru lengi búsettir innan
sóknarinnar, en það eru einkum tveir menn, sem lengst
hafa stjórnað kirkjusöngnum: Jón Þorsteinsson á Engimýri
og síðar á Hólum, var organisti kirkjunnar lengst af frá því
fyrir aldamót og fram um 1920, er hann flutti til Akureyrar.
Jóhannes Jóhannesson, núverandi organisti, og Ragnar,
bróðir hans, önnuðust kirkjusönginn fram um 1935, er for-