Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis - 01.01.1971, Blaðsíða 129
T I Ð I N D I
133
eldra sinna, Rósu Guðmundsdóttur, skáldkonu, og var hún
mætasta kona að gáfum og mannkostum. Voru þau Rósa og
Gísli gefin saman 22. nóv. 1840, hún 44 ára en hann 25 ára.
Dvöldust þau lengst af á Vestur- og Suðurlandi. Eftir lát
Rósu fór Gísli norður á Strandir og dó í Reykjafirði 4. nóv.
1897, 83 ára gamall. Hann eignaðist barn með Sigríði Björns-
dóttur frá Goðdal, síðar í Bæ í Trékyllisvík. Varð það Stein-
vör, fædd 18. ágúst 1968. Hún var vel gefin kona, gift Þor-
leifi Kristmundssyni. Meðal barna þeirra eru: Þórarinn
bóndi á Skúfi í Norðurárdal, Kristmundur gullsmiður í
Reykjavík, faðir sr. Þorleifs á Kolfreyjustað. Ég kynntist
Steinvöru 73 ára, en þá var hún ráðskona hjá Jóhannesi
syni sínum í Kirkjubæ í Norðurárdal. Hún var lágvaxin
kona, skemmtileg og fróð og fannst mér hún minna í útliti
á Skúla Árnason lækni í Skálholti.
Annar sonur sr. Gísla og Ragnheiðar var Árni, f. 14. sept.
1820. Er foreldrar hans slitu samvistum, var hann með móð-
ur sinni í Vatnsdalnum og á Möðruvöllum hjá Bjarna amt-
manni móðurbróður sínum. Hann var lagamaður og sýslu-
maður í Skaftárþingi, en sat lengstum á Kirkjubæjarklaustri
frá 1852. Hann var annálaður búhöldur, hafði bæði bú á
Klaustri og Holti á Síðu og hafði um hríð hæstu lausafjár-
tíund allra búandi manna á landi hér. Hann bjó síðast í
Krýsuvík og síðasti stórbóndinn þar. Árni var talinn dugL
legur embættismaður. Sonur hans var Skúli Árnason læknir
í Skálholti, er var mikill hæfileikamaður sem læknir og bú-
þegn. Sonur hans er Sigurður Skúlason magister. Er mér
það minnisstætt, að Skúli læknir var við kálgarðsrækt 72 ára
að aldri í aldamótagörðum í Reykjavík, og var ég þar líka
við garðrækt, þá námsmaður í guðfræðideildinni í Reykja-
vík. Var hann manna skennntilegastur og lærður vel. Hann
varð og á þessum árum dáður mjög sem latínukennari í
Reykjavík.
Kunnast barna þeirra sr. Gísla og Ragnheiðar var sr.
Skúli, fæddur 14. ágúst 1825. Hann var sex ára, er foreldrar